Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 20
GEIR KRISTJÁNSSON:
Dvergurinn, snáðinn, fallega nafnið og rotturnar
Snáðinn er farinn að brjóta heilann um
margt.
Hann hefur t. d. vissan grun um til hvers
kvenfólk sé, og hvernig börn verði til. I þessu
sambandi hefur hann í seinni tíð lært mikið
af nýjum orðum. Að vísu er honum ekki full
Ijóst um merkingu þeirra allra, en þeim mun
sterkara orka þau á ímyndunarafl hans. Hann
veit nokkurn veginn, hvað orðið mella þýðir
og þekkir eina í sjón. Hún á heima skammt
í burtu, og hann hefur oft séð fulla karla fara
þangað inn á kvöldin. Hann hefur vissan grun
um, hvað þau séu að gera, þótt hann sé ekki
alveg viss um á hvern hátt slíkt fer fram.
Þrátt fyrir allt þetta á hún þó ekki nema
eitt tveggja ára gamalt barn, og sú staðreynd
hefur einnig fengið honum mikilla heilabrota.
Um þennan kvenmann hefur sífellt leikið
ginning hins forboðna, þótt hún geti hvorki
talizt fríð né fönguleg, og hann hefur oft tal-
að um hana við stráka — stundum hafa þeir
sezt margir saman undir gamlan nótabát til
að tala um hana, og það hefur alltaf verkað
þægilega kitlandi og æsandi. Hann hefur
breyzt töluvert upp á síðkastið, en þó ekki
mikið. Að sumu leyti er hann orðinn vandari
að virðingu sinni. Vissar götur eru banngötur,
og hann tekur oft stóran krók á sig til að
forðast þær. Það eru götur þar sem hann á á
hættu að mæta góðum frænkum sem stanza
til að klappa honum á kollinn með blíðmæl-
um sem koma honum til að roðna.
Hann er nýfarinn að greiða sér og veit
um stelpu á líku reki sem heitir þetta og þetta
16
sem hann aldrei segir, en honum finnst það
fallegasta nafn í heimi. Hún hefur einu sinni
séð hann ganga á höndunum, og hann hefur
búið til handa sér töluverða sögu um, að það
hafi haft áhrif á hana. Hann fer oft með þá
sögu í huganum, og líka það verkar lokkandi
eins og fyrirboði mikillar hamingju — ham-
ingju sem ekki veitist öðrum en þeim full-
orðnu, en aðeins börn kunna að meta rétti-
lega. Það stælir hann í hnjáliðunum og örvar
hugarflugið, en er þó með öllu óskylt þeirri
tilfinningu sem fylgir því að sitja undir nóta-
bátnum og hlusta á strákana.
Sem stendur er hann að bíða eftir ofurlitlu
sem hann langar til að sjá.
Hann gáir oft fyrir húshornið milli þess
sem hann stendur í höm, því hann er ber-
leggjaður og það er enn hálf kalt, þótt komið
sé fram í júní. Öðru hverju þeytast hagl-
korn með vindinum og fara skoppandi yfir
steinana eins og grjón, en þau bráðna fljótt,
þegar þau koma í mold. Hann veit, að það er
von á dvergnum uppúr hádeginu, því mamm-
an hefur fengið grun um rottubú í gamalli
kistu niðri í kjallara. Hann man að það hefur
einu sinni áður verið sent eftir dvergnum. Þá
komst rotta inn í stofuna, og dvergurinn
skreið undir sófann í horninu til að ná í hana.
Hann hafði vafið strigapoka um hendurnar,
og það ískraði svo skrítilega í honum um
leið og hann náði henni — eða var það í rott-
unni? Snáðinn man það ekki greinilega, en
hann man að dvergurinn hló mikið, þegar
hann drap hana. Þá var hann svo lítill, að eng-