Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 10
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON:
Byggingarlist
Inngangur
.... Húsin eiga þannig að vera gróðurstöðvar til mannræktar ....
Hannes Kr. Daviðsson.
Borgin, gatan og húsin eru eins og opin bók sem við lesum á daglega,
viljandi eða óviljandi. Hún hefur meiri áhrif en okkur grunar á
líf okkar, á andlegt og líkamlegt atgerfi okkar og síðast en ekki sízt á
menningu okkar. Menn lifa og hrærast í borgum, innan um hús, í húsum
meir en nokkur sinni áður. Af því má ráða hversu gífurlega uppeldisþýð-
ingu hús og borgir hafa og hversu nauðsynlegt er að gefa þeim meiri gaum
en gert hefur verið hér um slóðir, því á íslandi er byggingarlist og borg-
menning yfirleitt hroðaleg bók aflestrar. Það var danskur menntamað-
ur á ferð hér fyrir nokkrum árum. Hann gekk inn Laugaveg með einum
landa okkar. Hann leit í kringum sig, þagði en spurði svo: Hvorfor bygger
de ikke huse ? Það eru hörð orð en að mestu leyti sönn og því fyrr sem þau
verða okkur ljós og við reynum að bæta um, því betra. Það hefur að vísu
verið gert ýmislegt hér seinni ár til þess að f jarlægja líkamlegan sóðaskap
og það er í sjálfu sér virðingarvert, en það er hinn andlegi sóðaskapur
sem er höfuðóvinur Islands byggðar og því minnir þessi tiltekt og það
skrauttildur sem því fylgir ofurlítið á eina ágæta gamla konu, sem ég
þekkti í útlandinu hér um árið og aldrei þvoði hjá sér, en hélt að þrifnaður
væri fólginn í því að hella bara nógu miklu af sótthreinsandi vökvum og
dufti í skot og kima.
Hugsið ykkur að þið séuð útlendingar í þessu landi, hafið alizt upp
við byggingarmenningu og gangið inn Laugaveginn eins og Dani eða
standið á Arnarhóli og virðið fyrir ykkur miðbæinn. Hvergi nokkurstað-
ar örlar fyrir því að nokkur maður er hendi fór um þessi hús hafi hugs-
að um stærð eða snið, hvað þá að hér hafi verið unnið af hreinni list.
Það er efni í heila doktorsritgerð að skýra það út fyrir okkur hvernig
þjóðin gat glatað allt í einu tilfinningunni fyrir formi um sama mund
og hún var að verða fullveðja. Eða var þetta eítthvað bundið hatri á
Dönum, sem eru sennilega einu mennirnir er byggt hafa hús á Is-
landi allt fram á vora daga. Alþingishúsið, Stjórnarráðið, Menntaskól-
inn, fyrrum aðsetur Hæstaréttar og fangahús við Skólavörðustíg. Það er
von að menn verði hneykslaðir þegar þeir sjá svo allt í einu hina fram-
sæknu arkitekta okkar reisa hús þar sem reynt hefur verið að beita
6