Birtingur - 01.01.1955, Side 37

Birtingur - 01.01.1955, Side 37
EINAR BRAGI: Hugleiðingar um Silfurtúnglið og fleira í þrjú skipti að minnsta kosti á tæpri öld hafa smá- þjóðir í Evrópu lagt merkan skerf til leikbókmennta heims- ins. Framlag þeirra allra hefur verið ávöxtuv svipaðra þjóðfélagsaðstæðna, borið að með áþekkum hætti í Noregi, írlandi og á Spáni. A síðasta þriðjungi nítjándu aldar kappkostuðu norð- menn að brjótast undan dönskum menningaráhrifum, og jafnframt var harðvítug barátta háð fyrir stjórnarfars- Jegu sjálfstæði landsins, unz sigur vannst með sambands- slitunum við svía 1905. Um 1850 tekur þjóðleg rómantík að setja svip sinn á norskt mcnningarlíf. P. A. Munch byrjar að rannsaka sögu þjóðarinnar, Asbjörnsen og Moe vinna að liinni rnerku þjóðsagnasöfnun sinni, og Langstad fer að skrá þjóðkvæðin. Þessi vakning liafði djúptæk áhrif á þróun málsins og bókmenntanna, og leikur vart a tveim tungum, að án liennar liefðu norðmcnn fráleitt reynzt þcss megnugir að gefa heiminum leikrit Björnsons og Ibsens. Skáldmæringarnir höfðu báðir átt hlut að því á unga aldri að skapa í Björgvin og Kristjaníu norsk leik- hús með norskum leikurum og sjá þeim fyrir norskum viðfangsefnum. Báðum varð það hvöt (il dáða að vera synir ungrar þjóðar með glæsta fortíð: nýr dagur var að rísa í lífi þjóðarinnar eftir aldalangt náttmyrkur, og þeir voru árgalar hennar. Á síðasta fjórðungi fyrri aldar hefst á írlandi þjóðleg vakning í bókmenntum og menningarmálum mjög á- þekk þeirri norsku. Á árunum 1878—1880 gefur Standish O’Grady út írlandssögu sína, er liafði ámóta þýðingu fyiir íra og Noregskonungasögur Snorra og saga Munchs fyrir norðmenn. Douglas Hyde semur írska bókmenntasögu og hefur útgáfu þjóðsagna og kvæða líkt og Asbjörnsen, Moe og Langstad í Noregi. Sjálfstæðisbarátta íra hafði verið af- ar hörð allt fra hungurárinu mikla 1845. Úr þessum jarð- vegi spruttu leikrit þeirra Yeats og Synge. Hinn fyrrnefndi stofnaði árið fyrir aldamótin The Irish Literary Theatrc í Dublin, en það varð ásamt írskum áhugaleikflokki vísir hins fræga írska leikhúss, Abbey Theatre. Það tók til starfa árið 1904, og fóru brátt að berast þaðan tíðindi, sem heim- urinn talaði um. Árið 1898 var á Spáni vakin hreyfing, er hafði að mark miði að hefja Spán úr niðurlægingu: endurskapa atvinnu- lífið, efla andlega menningu og koma á lýðræðislegum stjórnarháttum. Forustulið þessarar hreyfingar — „Kynslóð- in frá 98“ — vann stórvirki á næstu þremur áratugum, og árið 1931 var konungsveldi afnumið á Spáni og lýðveldi stofnað. Þjóðin fylltist eldmóði. Einn þáttur hinnar miklu vakningar var stofnun farandleikflokksins, La Jíarraca. Mun stofnanda hans og stjórnanda, Federico Garcia J.orca, lcngi minnzt í sögu leikbókmenntanna. Á næstu fjórum árum sarndi hann þrjú leikrit — Blóðbrullaup, Yermu og Hús Bernörðu Alba — er vöktu athygli um heim allan og hafa liaft mikil áhrif á leikritahöfunda annarra þjóða. Þetta eru þrjú dæmi um þjóðir sem elzt höfðu urn ald- ur fram vegna niðurlægjandi kúgunar, en yngzt að nvju við að brjóta af sér hlekkina eða losa um þá og gefið heiminum í gleði sinni dýrleg leiklistarverk. En livað um þá fjórðu? Árið 1944 var höggvið á síðasta þráð þeirrar festar, er tengt hafði ísland um aldir við erlent kúgunarvald, og lýð- veldið stofnað. Gleðibylgja fór um þjóðlífið á næstu ár- um, og stórstígar framfarir hófust á öllum sviðum. Meðal annars komst þá skriður á smíði þjóðleikhússins, og var lienni lokið. — Leikstarfsemi hefur að sjálfsögðu aukizt mjög við tilkomu leikhússins, cn hefur leiklistin tekið fram- förum? Ég læt það ósagt, og eitt er fullvist: hér hefur ekkert borið til tíðinda enn, sem heiminum þyki umtals- vert. Hér hefur ekki á fyrsta áratugi lýðveldisins verið samið neitt leikrit, sem sýningarhæft geti talizt á sviði þjóðleikhússins — hvað þá boðlegt til útflutnings. Hverju má þessi ördeyða sæta? Ég ætla ntér ekki þá dul að gefa neitt fullnægjandi svar við því, enda er það á einskis manns færi. En hver sem um málið hugsar hlýtur að geta sér einhvcrs til. — Við eigum vafalaust eins auðuga tungu, jafn lifandi sögu- og bók- menntaarf og þjóðir þær, sem ég minntist á. Ég hika ekki heldur við að fullyrða, að við eigum skáld sem stendur fyrrnefndum skáldum á sporði. Hinir snjöllustu i hópi leikaranna íslenzku myndu taldir lilutgengir með hvaða þjóð sem væri, þótt þeir séu ekki jafnokar beztu leikara erlendis. Þróun t. d. norskrar leiklistar var ekki lengra á veg komið fyrir þremur aldarfjórðungum en þeirrar ís- 33

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.