Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 35
Úr Sýrenusöng Menn ferðast burt í ryki jarðarinnar og koma aldrei aftur. Hvað verður um vagna og eyki? Vindurinn fyllir seglin á sama hátt og fyrr eins og ekkert hafi gerzt, hreint ekkert. Þetta mjólkurhvíta vatn er blint, blint, og minnist einskis. Fláráða vatn! Oft hefur gamli sjómaðurinn heyrt hlátur léttra, glaðlegra farkosta með litríkan farm kvcnna, sólhlil'a og páfugla. Klyfjaðir menn eru jafnan á leið upp reyklit þverhnípin. Það gljáir á dyrastafina, fægða lendum kvennanna, þar sem þær biðu og störðu út veginn þegar strjál ljósin lituðu húmið dökkblátt. I gisnum húsunum hringja litlar bjöllur, það er svo ömurlegt: eins og þær væru allt í heiminum. Ryk hefur fallið á steininn: hann minnir á gamalt tré. Páfuglinn vippar stélinu eins og máluðu hjóli, há vagnhjólin skerast djúpt niður í svörðinn og leirinn kyssir fætur ferðamannsins með smjattandi vörum. Hvaða söngur berst að' eyrum okkar? Það sést enginn, nema trén sem standa nakin og hrein í mjólk morgunsins. Veturinn kemur með hljóð eins og rifnandi silki, eða svöluþyt yfir vatninu, þar sem konurnar standa í brimi til klyfta og bíða eftir þeim byrðum sem hafið flytur þeim: lifandi veiði eða dauða menn. Það líða hundrað dagar og þúsund, og ekkert gerist. Bálin rjúka, rauðeyg eins og öldungar tjaldanna. Sami grái skyldleikinn með reyk og grasi með brauði og mold, með vatni og lífi. Menn af mold, konur af mold, og augu sem vatnshyljir. Gras undir vanga eða hár kvenna: sama einsemd. Allir erum vér líkir og þessir dalir eru blindir ekkert sjá þeir með augum steinanna. Menn plægja vatn og jörð, plógförin hverfa. Ekkert varir nema blekking skyldleikans. En eru ekki til konur sem líkjast kirsiberjagrein,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.