Birtingur - 01.01.1955, Page 35

Birtingur - 01.01.1955, Page 35
Úr Sýrenusöng Menn ferðast burt í ryki jarðarinnar og koma aldrei aftur. Hvað verður um vagna og eyki? Vindurinn fyllir seglin á sama hátt og fyrr eins og ekkert hafi gerzt, hreint ekkert. Þetta mjólkurhvíta vatn er blint, blint, og minnist einskis. Fláráða vatn! Oft hefur gamli sjómaðurinn heyrt hlátur léttra, glaðlegra farkosta með litríkan farm kvcnna, sólhlil'a og páfugla. Klyfjaðir menn eru jafnan á leið upp reyklit þverhnípin. Það gljáir á dyrastafina, fægða lendum kvennanna, þar sem þær biðu og störðu út veginn þegar strjál ljósin lituðu húmið dökkblátt. I gisnum húsunum hringja litlar bjöllur, það er svo ömurlegt: eins og þær væru allt í heiminum. Ryk hefur fallið á steininn: hann minnir á gamalt tré. Páfuglinn vippar stélinu eins og máluðu hjóli, há vagnhjólin skerast djúpt niður í svörðinn og leirinn kyssir fætur ferðamannsins með smjattandi vörum. Hvaða söngur berst að' eyrum okkar? Það sést enginn, nema trén sem standa nakin og hrein í mjólk morgunsins. Veturinn kemur með hljóð eins og rifnandi silki, eða svöluþyt yfir vatninu, þar sem konurnar standa í brimi til klyfta og bíða eftir þeim byrðum sem hafið flytur þeim: lifandi veiði eða dauða menn. Það líða hundrað dagar og þúsund, og ekkert gerist. Bálin rjúka, rauðeyg eins og öldungar tjaldanna. Sami grái skyldleikinn með reyk og grasi með brauði og mold, með vatni og lífi. Menn af mold, konur af mold, og augu sem vatnshyljir. Gras undir vanga eða hár kvenna: sama einsemd. Allir erum vér líkir og þessir dalir eru blindir ekkert sjá þeir með augum steinanna. Menn plægja vatn og jörð, plógförin hverfa. Ekkert varir nema blekking skyldleikans. En eru ekki til konur sem líkjast kirsiberjagrein,

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.