Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 38
lenzku er nú — og starfsaðstaða leikaranna öll verri. Hvað getur þá verið að? Undirrót leikritaskortsins — eins og alls annars ills í ís- ienzku þjóðlífi í dag — er að mínu áliti afsal landsrétt- indanna. Svikin við lýðveldið slökktu hina stoltu æsku- gleði í brjósti þjóðarinnar og stórhug þann, sem varð þjóð- unum þremur aflvaki andlegra afreka á heimsmælikvarða. Þótt stjórnmálamenn þykist stoltir af að hafa borið óskabarnið út og mikill hluti þjóðarinnar virðist láta sér það — eins og raunar allt annað — í léttu rúmi liggja, er alkunna, að skáldin og listamennirnir hafa ekki horft á þessar aðfarir með sljóum augum og köldurn kæru- leysissvip, heldur tekið sér þær mjög nærri. En hvers vegna verður þess lítið sem ekki vart í leikbókmennt- unum? Því verður auðvitað aldrei svarað með vissu, en mig grunar að meginskýringin sé þessi: Hávær vegsömun innlendra valdamanna á blessun niðurlægingarinnar og gegndarlaus fjáraustur erlenda valdsins hafa slævt sið- gæðisvitund og þjóðarmetnað fólksins svo mjög, að list- ræn túlkun á harmleik lýðveldisins myndi tæplega eins og sakir standa finna í brjósti þorra landsmanna þann hljómgrunn, er veitti henni almennt gildi, gæfi henni dýpt og styrk hinnar iniklu listar, hinnar almannlegu trage- díu. Trúlega hefði það mátt takast einmitt frá leiksviðinu, ef fyrir |jví hefðu ráðið eldlegir forystuandar í frelsis- baráttu fólksins, eins og raunin var á í löndunum þrem- ur. En íslands hamingju hefur ekki orðið það að vopni. — Önnur meginorsökin held ég sé ýmiss konar kauðaskapur og yfirborðsmennska, sem lengi hafa legið hér í landi og þröngvað sér allsstaðar inn, síðan strfðsgróðaöldin gekk í garð. Þegar þjóðleikbúsið norska var stofnað, var Björnstjerne Björnson ráðinn leikhússtjóri vegna hinnar miklu reynslu sem hann bafði í öllu, er að leiklist laut. Þegar Alrbeyleikhúsið var komið á laggirnar, voru þau sjálfkjörin lil að sjá um starfsemi þess: lady Gregory, Yeats og Synge — enda var það beinlínis risið af grunni til þess að þau gætu haldið áfram hinu merka starfi sínu í þágu írskrar þjóðmenningar. Þcgar La Barraca var hleypt af stokkunum, var García Lorca falin stjórn flokks- ins — vegna þess að hann hafði víðtækari þekkingu á leiklistarmálum en ílestir landar bans og átti skáldgáfu og skapandi ímyndunarafl, er dugðu honum til stórbrot- inna leiklistarafreka. Eðlilegast hefði verið fyrir okkur að fara eins að: afhenda jijóðleikhúsið til fullra umráða hæfustu inönnum úr hópi þeirra, sem iðkað höfðu leik- list um árattigi í höfuðstaðnum af áhuga á leiklistinni einum saman. Þeir einir höfðu þá þekkingu, reynslu og gáfu, er enzt hefðu getað til að gera leikhúsið að heim- kynnum lifandi leiklistar, síungrar og vaxandi, og forða því slysi, að við Hverfisgötu risi tuttugumilljónkróna kassi með leiksviði í öðrum endanum. En kauðaskapurinn íslenzki gat auðvitað ekki unað svo óbrotinni aðferð. Hér varð að skapa einhvcrjar vegtyllur. Scilzt var eftir unglinga- skólakennara f þjóðleikhússtjórastarfið og tveimur ung- lingakennurum öðrum og einum húsameistara falið meiri- hlutavald í þjóðleikhúsráði — en þessir menn áttu jrað eitt sameiginlcgl að hafa aldrei nálægt leiklist komið. Ég vil trúa því, að þetta séu allt vammlausir heiðurs- menn í hvívetna og hæfir vel hver í sinni grein. En er ekki augljóst, að jafnmikil glópska er að fá þeim jrjóð- leikhús í hendur og jiað hefði verið að skipa Lárus Páls- son eða Harald Björnsson i embætti húsameistara ríkis- ins? Fyrr en Jressi kórvilla hefur verið leiðrétt, er lítil von um að takast megi með leikurum vorum, skáldum myndlistarmönnum og músíköntum það frjóa samstarf, cr gert geti þjóðleikhúsið að vöggu lífvænnar íslenzkrar lciklistar með heimssniði. — Þriðja orsökin til leikrita örbirgðarinnar er eflaust fákunnátta rithöfundanna. Það er allt að Jrvf eins fráleitt að ætla sér að semja leikrit án þess að hafa aflað sér staðgóðrar [tekkingar á lögmálum leikhússins og reyna að leika fyrstu fiðlu í flóknu hljómsveitarverki í fyrsta skipti sem menn snerta slíkt hljóðfæri. Þctta er skýringin á Jrví, að skáld á borð við Davíð Stefánson og Halldór Kiljan Laxness semja stórgölluð leikrit — og virðast sjálfir ímynda sér, að þcim hafi tekizt rétt dálaglega. Þessar liugleiðingar eru nánast tilraun til að finna svar við því, hvers vegna hið nýja leikrit llalldórs Kiljans Laxness, Silfurtúnglið, er ekki burðugra en raun er á. Ætlunin var að ég ritaði grein um leikritið og sýningu Jress. En ég hvarf frá Jjví ráði vegna þess, að þcgar ég var búinn að lesa leikritið og sjá það leikið var mér orðið ónotalega Ijóst, að Silfurtúnglið bafði sízt orðið til að auðga hinar fátæklegu leikbókmenntir okkar. — Sé öilu til liaga haldið, mætti benda á eftirtalda kosti leikritsins: I. Adcilan í því er réttmæt og tímabær. Það hefur komið f Ijós, að ýmsum aðdáendum Feilans og Peacocks þykir silfurnið Kiljans skrambi hvasshyrnt. Höfundurinn virðist því liafa náð tilgangi sínum að nokkru leyti, og er það vel. Allt um það get ég ekki ímyndað mér annað en húsráðendur Stjórnarráðsins í Reykjavík og Hvítahússins í Vosington þykist mega vcl við una eftir atvikum, svo kyrfilega sem höfundurinn liefur gengið frá hinni dýpri ádeilu leik- ritsins. 2. Málið er þjált í munni og mikið til laust við bókmálskeim. 3. Hraði leiksins er í bezta lagi, — já meira að segja helzti glannalegur í miðþáttunum, nálgast þar á köflum kjánalæti sem draga athyglina frá boðskapnuin. 4. 'Filsvör mörg eru snjöll og einkum smellin, eins og vænta mátti. — Gallar Silfurtúnglsins eru hins vegar svo miklir og margir, að kostirnir hverfa mikið til í skugga þeirra. Ég hef ekki getað fundið heila brú I persónubyggingu 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.