Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 7
BERTOLT BRECHT:
María Farrar
á íslenzku eftir Halldór Kiljan Laxness
Á hinu xnökvœma aldursskeiöi sextdn vetra,
segir höfundur kvteðisins, Brecht, komst Maria Farrar
undir mannahendur vegna barnsmorös.
Úngfrú María, ættarnafn: Farrar; í apríl fædd;
ómyndug. Sérstölt einkenni: eingin. Illa frædd;
munaðarlaus, en órefsað áður; eitlaveik; sár;
myrti, að því er henni sjálfri segist, snemma í ár
barn sitt nýborið, sem hún játar sig hafa í haust
í kjallara hjá kvenmanni reynt að kreista laust,
þær gerðu tilraun með tveimur sprautum, en tókst þó ei,
hún kveður sig hafi sárkennt til; þó sat það. Vei.
En griða bið ég, herra, af ykkur hinum,
því hvað er líf án samhjálpar frá vinum?
Hún skýrir frá, að hér á eftir haf ún
heiðarleg borgað krafin lælmisgjöld;
pipar í spritti einatt inn sér gaf hún,
það olli niðurgángi morgna og kvöld,
hún hafi síðan hert sig hvað hún kunni,
haft af því bólgu í kviðnum dag og nótt;
sárkvalist oft við diskþvott; döprum munni
til drottins móður beðið oft og hljótt.
Ég vænti griða, herra, af ykkur hinum,
— hvað er eitt líf án samlijálpar frá vinum?
3