Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 40
„Orð ins trúaða"
So nefnist bæklíngur, ritaður á frönsku og
prentaður í Parísarborg í fyrra sumar, sem bráð-
um varð nafnfrægur, vegna þess hvað hann er
saminn með afbragðs mikilli mælsku og meðferð-
in á efninu nýstárleg; enn víða er mönnum bann-
að að lesa hann, því meíníngin þykir ekki vera
sem hollust fyrir alþýðu; og það verður ekki heldur
varið, að so blíður og ástúðlegur blærinn er á
sumum köblum í bókinni, so mikil umbrot og
ákafi lýsa sér aptur á öðrum stöðum. Höfundur-
inn er ábóti nokkur katólskur og heítir Lamennais
(Lamenné). Hann er fæddur 1781, og varð snemma
nafnfrægur fyrir rit sín, stuðluðu þau öll til að auka
og ebla páfavaldið, og so kvað ramt að því, að
hann sagði í fullri alvöru, ekkért væri skinseminni
samkvæmt, nema það sem páfinn í Róm tryði og
kenndi. Enn þó hann hefði órétt að mæla, dáðust
menn samt að málsnild hanns og skarpleíka; og
einusinni þegar hann hafði orðið of svæsinn og
honum var stefnt um rit sín, voru dómendurnir so
mildir sem þeím var unnt, og létu honum í ljósi
virðíngu sína í dóms-ástæðunum. Eptir seínustu
stjórnarbiltínguna, fór hann að gefa út tímarir,
og var tilgángur þess að losa kyrkjuna með fullu
Ef að undirokarar þjóðanna ættu að bjarga
sér sjálfir, aðstoðarlausir og hjálparlausir,
hvað ætli þeír gætu þá gert þeím?
Ef aungvir styrktu þá til að halda þeím í
ánauð, aðrir enn þeír sem græða á því, hvað
væru þá þessir fáu í samanburði við allt fólk-
ið?
Og guðs speki er það, sem þannig hefur til-
skipað, til þess mennirnir gætu altjend staðið
móti ofbeldinu, og so að ofbeldið væri ómögu-
legt, efað mennirnir skildu guðs speki.
Enn djöfullinn, konúngur undirokaranna,
blés þeim í brjóst helvízku bragði til að styðja
stjórn þeírra ofbeldis.
og öllu undan veraldlegri yfirdrottnun. Hann sagði:
að kyrkjan og kennidómurinn ættu hvurki að
þyggja laun eður nokkurn annan styrk af ríkis-
stjórninni, enn ekki heldur að hlýða hennar boð-
um; hún ætti að vera fátæk og frjáls og hlýða
aungvum nema páfanum. Þetta þótti nú heldur
svæsið, eínsog von var; hann var ákjærður að
nýju, og páfi sjálfur þorði ekki annað enn gefa
honum drjúga ofanígjöf, því hann hélt ákafi þessa
guðsmanns, mundi koma sér í deílur við stjórn-
endur katólsku landanna. Þetta féll Lamennais illa;
hann hætti þá við tímarit sitt og gekk suður til
Rómaborgar, tilað friðmælast við páfa; og það
er mælt sá heílagi faðir hafi tekið honum vel og
enda boðið honum kardínálshattinn; enn hann
er ekki metorðagjarn, og þáði ekki þennan heíður.
Ollum ber saman um að Lamennais sé mesta val-
menni, ástúðlegur og blíður i viðmóti og öldúngis
ósérdrægur.
Seínasta ritið hanns eru „Orð ins trúaða.“ Við
höfum tekið úr því tvo kabla til sýnis, og vonum
að lesendum Fjölnis muni ekki þykja óskemtilegt
að sjá, hvurnig þessi maður fer að hugsa og tala.
Hann sagði við þá: gefið nú gjætur að hvað
yður ber að gjöra. Takið af hvurjum bæ
hraustustu úngmennin, f áið þeím vopn í hend-
ur og kennið þeim að neýta þeírra og þeír
skulu berjast fyrir yður móti feðrum sínum
og bræðrum, því ég skal birla þeim inn, að
það sé heiðarlegt og gott.
Ég vil gjöra þeim tvo afguði, þeír skulu
heíta heíður og trúmennska, og lög sem heíta
blind hlýðni.
Og þeír skulu tilbiðja afguðina og hlýða
lögunum í blindni, því eg skal villa skilníng
þeírra, og þér skuluð ekkért framar þurfa
að óttast.
36