Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 19
Hann sá að hanr var að Ijúga að sjálí'um sér og öðrum. Hann sá það á dráttun- um umhverfis munninn. Hann langaði til að þagna þegar hann tók eftir því. En hann gat ekki hætt. Það varð að halda áfram. Hann var þræll þeirra lygi sem hann hafði hrundið af stað. Þannig leiðum við ekki einungis af okkur hitt og þetta án þess að gera okkur grein fyrir því heldur tekur það sama okkur með sér: það leiðir okkur af sér því við verðum það sem við gerum, liugsaði hann um leið og hann talaði og var skiptur, talaði frá einu plani hugans og skoðaði sviðið og heyrði sjálfan sig tala á öðru. Og hann gætti þess að láta ekki að þeirri freistingu sem sótti ákaft á hann að horfa í spegilinn en það var ekki einhlítt því hann fann samt drættina um munninn sem hann hafði séð í speglinum. Speglinum sem al’hjúpaði lygi hans. Munnurinn er það viðkvæmasta í andlitinu. Allt annað getur látið að stjórn þegar þú ert ósannur og leynir því en munnurinn kemur upp um allt. Hann horfði ekki aftur í spegilinn og hélt áfram að vera ósannur en fann það nú inni í sér og hlaut af því kvöl og hugsaði að hann væri smám saman að svíkja sitt eigið líf undan sér með ósönnum leik. Augun voru köld og rannsakandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.