Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 11
Hvað er bygg-
ingarlist?
Tvö andstæð
dæmi:
skynsemi í skipulagi, taka ofurlítið tillit til mannsins og um leið til þess
klassiska fyrirbæris sem gerir hús: hrynjandi stærða og samræmis ein-
inga. Þá er viðkvæðið: þetta eru bara kassar. En þarna koma menn einmitt
upp um sig. Hvað er hús annað en kassi með porportion, kassi, sem þægilegt
er að ganga um ? Hins vegar er viðbúið að menn haldi að byggingarlist sé
skraut og birtist í húsum með fjölda útskofum eins og Heilsuverndar-
stöðinni eða ógurlega stórum eins og Hallgrímskirkju eða húsum með af-
skaplega flottu pírumpári, stöllum og stiklum helzt í ætt við stuðlaberg
,eins og er utan og innan á Þjóðleikhúsinu.
Við hljótum að telja þá, sem á einhvern hátt stuðla að því að hús
rísi af grunni, sérstaklega ábyrga aðila í menningarlífi þjóðarinnar. Við
skulum samt ekki láta okkur detta í hug, að við getum skellt allri skuldinni
á þá, því við erum öll ábyrg.
Sú listgrein, sem á vestrænum menningartungum hefur verið kölluð
arkitektúr, nefnist á íslenzku byggingarlist. „Listin að reisa hús og fegra
eftir ákveðnum reglum“ eins og stendur í orðabókinni. Orðið er dregið
af gríska orðinu arkitekt, sem þýðir eiginlega yfirsmiður eða sá sem
hefur menn í vinnu, af ,,arkos“ sem þýðir yfirmaður og „tekon“ sem þýðir
verkamaður.
Það virðist vera einfalt mál að skilgreina á þennan hátt byggingar-
list og líklega erum við öll sammála skilgreiningu þessari, en málið vand-
ast fyrst þegar við snúum baki við henni og stöndum andspænis veru-
leikanum sjálfum, húsum af ýmsri gerð. Áður en við vitum af erum við
komin í hár saman.
Ég ætla að byrja að skýra mitt sjónarmið með því að taka tvö hús
héðan úr Reykjavík, sem við höfum daglega fyrir augunum og allir
Reykvíkingar hafa greiðan aðgang að, rannsaka þau, bera þau saman ef
ske kynni að við gætum orðið einhvers vísari um hvað sé í rauninni sönn
byggingarlist. Þessi hús eru gamlir kunningjar: Hið virðulega fyrra að-
setur Hæstaréttar við Skólavörðustíg og Katólska kirkjan í Landakoti.
En áður vildi ég taka þetta fram: Allir vitrir menn hafa mælt á
móti alræðisvaldi smekksins, þessari algengu fullyrðingu að list verði
ekki kennd eða skilin. List hefur hvortveggja í vef sínum vit og tilfinn-
ingu. Það má komast langt í því að skýra ýmsa þá hluti er torskildir
virðast vera fyrst í stað, enda þótt hinu megi aldrei gleyma að hin ferska
og upprunalega tilfinning, hið fíngerða næmi taugakerfisins að svara á-
hrifum umhverfis ræður ávallt úrslitum í list. En það er ekki smekkur.
Sem sagt það er Tugthúsið og Landakostkirkja sem við ætlum að
bera saman.
Það er bezt að draga engan á því: Ég tek það fyrrnefnda langt fram
yfir hitt. 1 mínum augum er það ef til vill merkasta hús á Islandi frá
byggingarlistar sjónarmiði.
7