Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 36
svignandi, með blóm í himinbláu hárinu, með árvökul augu líkt og undir grónum vegg? A ekki blóðið sína eigin gleði, eins og hirtir dönsuðu kringum okkur? Hefur allt þetta sokkið í jörð eins og himinn undir iljar okkar? Skuggar þyrpast yfir alla þrepskildi himingeimsins eins og bylgjur flæði yfir barma dökkrar skálar. Það brennur án afláts einhversstaðar í fjarska, en aðeins hljóðlátt eldskinið berst hingað frá öðrum heimi þar sem fólk er nauðbeygt að lifa í eldi eins og drekar. Já, þar sem fjarstæðurnar sjö mætast og skera hver aðra verður maðurinn að lifa: kvarnsteinn og kross, hjól fjarstæðnanna sem snýst hægt með alla sína möguleika. Við óttumst tíma skilnaðarins, stund jarðsprungunnar þegar jörð skilst frá brauði og vatn frá lífi. Ó, gef oss vort daglega brauð að hlýja oss við og vorn daglega eld til að sleikja hönd vora. Gef oss daga sem fylla körfur gróðursins með ávöxtum og daga með flekklausri mjöll á örmum trjánna. En flautuspil dauðans berst utan úr nóttinni, holur tónn beinflautunnar. Stakir fuglar hlæja vitfirrtum hlátri, og sneiða hjá öllum trjákrónum. Ó bara það væri til vegur sem lægi eitthvert, ✓ en ekki til baka, ekki til baka! Hannes Sigfússon íslenzkaði. LjóS mín njóta sin vist ehki i IjóBaúrvali, }>ar sem pau birtast einstök og slitin úr samhengi. LjóBasöfn mín verða oftast til á skömmum tíma, í einni lotu. Hvert Ijóðið fœðist af öðru, og i bóli mynda þau einskonar heild, áþekha freskómálverki eða landslagi. Ljóðtækni min byggist fyrst og fremst á notkun mynda, myndasamstœðna. En líkingarnar mega ekki skiljast sem einskært lihingamál. Hlutverk þeirra er að örfa hugmyndaflug lesandans til að slá eldingum milli óskyldra hluta. Þeim lesendum, sem vanastir eru Ijóðum þar sem hljómur og hrynjandi ráða mestu, hlýtur að virðast Ijóð min framandi og erfið til skilnings. Þau hrefjast meir af auganu en eyranu, höfða til innri sjónar, krefjast ncemleiks á leiftrandi opinberanir myndbrigðanna. Sem skáld einbeiti ég mér æ markvissara að þvi að sjá heiminn i einni sýn, i samræmi við reynslu mina og hugmyndir. Það er ástriða min að lœra að þekkja heiminn eins vel og mér er auðið (bæði i landfrœðilegum og sálfræðilegum skilningi). En það er mér jafnframt leið til skilnings á sjálfum mér. Heimurinn er ekki einungis ytri veruleiki, heldur einnið spegill míns eigin andlitis. Syrgjendur fortíðarinnar, sem sennilega eru fjölmennastir i hópi Ijóðavina (og raunar einnig sliálda), hljóta að eiga erfitt með að skilja mig rétt. í mínum augum er Ijóðið, á satna hátt og önnur lifsfyrirbæri, óaðskiljanlegt framvindu og hamskiptum lifs og heims, manns og þjóð- félags, tilfinningu og veruleika. ARTUR LUNDKVIST (Úr „Dc basta dikterna").
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.