Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 15
er hinn rómanski stíll, er fólgin í þeirri viðleitni að opna hið dimma og
skuggalega rómanska guðshús fyrir birtu. 1 þann tíma var það gert með
því að reisa geysiháa stöpla eða burðarstólpa í nokkurri fjarlægð frá
kirkjuhliðinni. Þeir voru svo tengdir þakskeggi og hliðum með mjóslegnum
bogmynduðum spöngum sem leiddu þunga þaks og efri veggja yfir á stöpl-
ana en það gefur gotneskri kirkju þennan sérstaka svip helgiskrínis
eða kniplings sem engin önnur hús hafa. Oddboginn var svo nokkurskonar
fagurfræðilegt fiff, en í dag skal allt miðast við hann. Svona geta hlutirnir
snúizt við í höndum grunnhygginna listfræðinga. Við fyrstu sýn virðast
þessi hús vera margbrotin, en þegar nánar er athugað eru þau mjög ein-
föld og Ijóst hugsuð.
Hér af ætti hver maður að geta dregið þessa einföldu ályktun: Hvilík
firra er að reisa hús í afgömlum stíl. Er það ekki líkt og að nota orf þegar
við höfum sláttuvél, eða ganga þegar við höfum hraðfleyg farartæki og
erum að flýta okkur eða fara í föt langa langa langafa eða ömmu? Landa-
kotskirkjan e rdæmi um þesskonar afdalahátt. Ég get því ekki séð að þessi
hliðarstraumur trúarlífs hafi fengið sanna útrás.
En iítum að lokum á síðustu hlið málsins; ef um stælingu hefur verið
að ræða, hvernig hefur hún tekizt ? Raunveruleg stæling fer auðvitað strax
út um þúfur þar sem hér er byggt úr allt öðru efni en fyrirmyndirnar. Svo
í rauninni þýðir ekki að reyna að svara slíkri spurningu sem felur í sér
algjöra mótsögn. Við skulum því að lokum virða húsið fyrir okkur eins
og það kemur okkur fyrir sjónir að öllu öðru gleymdu. Eitt sker strax
í augu, staðsetning turnsins beint fyrir framan aðalhúsið. Auðvitað er
það ekkert einsdæmi, en það er ekki sama hvernig það er gert. En ég vildi
benda mönnum á að í flestum tilfellum er það til óprýði og í upphafi stóð
klukkuturninn til hliðar við kirkjurnar og þá eilítið frá, þannig nýtur turn-
inn sín bezt. Hér er turninn alltof stór og þunglamalegur, og skaðast hann
og kirkjuhúsið af nálægð hvors annars. Stuðlarnir milli kvisthúsanna eru
einungis fagurfræðilegur hégómi sem enga þýðingu hefur fyrir bygginguna
og eykur á afkáraskap hennar; stærð kvistanna helzt ekki jöfn aftur fyrir
kór, en það eykur enn óróleik útlína. Þó er ekki hægt að segja að byggingin
sé beint ljót eða herfileg eins og til dæmis Þjóðminjasafnið.
Þá er það hitt húsið. Við þurfum ekki lengi að hugleiða hvort þess
hafi hingað til verið brýn þörf: Það hefur gegnt einu af undirstöðuhlut-
verkum hvers þjóðfélags. Það er byggt meira en hálfri öld á undan hinu
húsinu, en er að vissu leyti meira moderne en það og flest þau hús er síðan
hafa verið byggð hér, hvorki meira né minna. Sígild list er nefnilega alltaf
moderne. Steinsteypan var ekki komin til sögunnar og eina byggingarað-
ferðin sem þekktist á steinhúsum var hleðslan. Húsið er hlaðið og það er
ekki verið að fela það, og vert er að gefa því gaum hvernig hleðslumunstrið
sem skapast af innri nauðsyn byggingartækninnar er skemmtilega órólegt
11