Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 42
það rykaði ekkert undan kápu þinni. bróðir einn komst undan. hann sagði mér hvað gerðist. þið heyrðuð dyn úr fjarska og þið lituð upp þegar málmfuglarnir flugu yfir höfðum ykkar. þú varst sár, bróðir, og gast ekki leynt angist þinni. hví erum við hér. ég vil fara til móður minnar. hún stendur á hæðinni og ber fjallagrösin í svuntunni. ég vil fara til þorpsins þar sem ég heyri konur söngla og börn hjala er ég geng um götur þess. ég vil fara. þá komu málmfuglarnir aftur. síðan varð hljótt. er þú vaknaðir horfðir þú á félaga þína sem lágu í gröfinni og þú horfðir á hina útlendu sem höfðu tekið sér stöðu meðal ykkar. þá horfðir þú aftur á félaga þína sem aldrei mundu belgja út brjóst sín og stæra sig af börnum sínum. kyrrð. þú skreiðst upp úr gröfinni. fugl flaug inn í rjóður og mennirnir í gröfinni horfðu sljóir í kringum sig. kinnar þeirra hvíldu á stálinu og þeir bitu saman jöxlum og formæltu til þess að halda á sér vöku. fuglinn kvakaði. hann þurfti varla að hreyfa væng. það sást ekkert ryka undan kápu þinni, bróðir, og flugan flaug milli blóma og söng og ánamaðkurinn daðraði við ræturnar. það rykaði ekkert undan kápu þinni, bróðir. fuglinn kvakaði, þá kyrrð. síðan kvökuðu fuglar á ný. þá hvellur, en á milli þess að fuglar kvökuðu og byssur hvelldu: kyrrð. það rykaði ekkert undan kápu þinni, bróðir. regnboginn drakk í sig litina og síðan hvarf hann jafn hljóður og er hann kom, en eitthvað var undarlegt við komu hans, eitthvað sem þú trúðir að yrði að eilífu samt og jafnt. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.