Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 42

Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 42
það rykaði ekkert undan kápu þinni. bróðir einn komst undan. hann sagði mér hvað gerðist. þið heyrðuð dyn úr fjarska og þið lituð upp þegar málmfuglarnir flugu yfir höfðum ykkar. þú varst sár, bróðir, og gast ekki leynt angist þinni. hví erum við hér. ég vil fara til móður minnar. hún stendur á hæðinni og ber fjallagrösin í svuntunni. ég vil fara til þorpsins þar sem ég heyri konur söngla og börn hjala er ég geng um götur þess. ég vil fara. þá komu málmfuglarnir aftur. síðan varð hljótt. er þú vaknaðir horfðir þú á félaga þína sem lágu í gröfinni og þú horfðir á hina útlendu sem höfðu tekið sér stöðu meðal ykkar. þá horfðir þú aftur á félaga þína sem aldrei mundu belgja út brjóst sín og stæra sig af börnum sínum. kyrrð. þú skreiðst upp úr gröfinni. fugl flaug inn í rjóður og mennirnir í gröfinni horfðu sljóir í kringum sig. kinnar þeirra hvíldu á stálinu og þeir bitu saman jöxlum og formæltu til þess að halda á sér vöku. fuglinn kvakaði. hann þurfti varla að hreyfa væng. það sást ekkert ryka undan kápu þinni, bróðir, og flugan flaug milli blóma og söng og ánamaðkurinn daðraði við ræturnar. það rykaði ekkert undan kápu þinni, bróðir. fuglinn kvakaði, þá kyrrð. síðan kvökuðu fuglar á ný. þá hvellur, en á milli þess að fuglar kvökuðu og byssur hvelldu: kyrrð. það rykaði ekkert undan kápu þinni, bróðir. regnboginn drakk í sig litina og síðan hvarf hann jafn hljóður og er hann kom, en eitthvað var undarlegt við komu hans, eitthvað sem þú trúðir að yrði að eilífu samt og jafnt. 38

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.