Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 23

Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 23
THOR VILHJÁLMSSON: Þankar um eitt og annað sem úfar mættu af rísa (Skrifað á haustnóttum) Tvær afhjúpanir Á síðustu og verstu tímum þegar farið er að hampa á ný nazistiskum misindismönnum, og láta þá spígspora hina roggnustu um göt- urnar með hvítt um hálsinn pómeraða eins og engilsaxneskar búðarlokur með flokksskír- teini sjálfstæðisflokksins upp á vasann (mætti segja mér) hefur verið afhjúpuð höggmynd sem er tímanna tákn og er því líkust sem hún væri af einum grófum sirkús- pískara sem notaður er til að lemja hrossin til að gera hundakúnstir: ég á við styttu þá sem kaupmannafélag bæjarins hefur látið Guðmund Einarsson leirpottasmið frá Miðdal steypa af aðalforvígismanni í baráttu gegn kaupmannavaldi síns tíma, Skúla Magnús- syni. Þessi ömurlega vansmíð sem hefði vænt- anlega gert höfundi torvelt að fá inngöngu í sæmilega riktisvandaðan listaskóla hvað þá að útskrifast var afhjúpuð í hjarta bæj- arins að viðstöddu margmenni undir lestri þjóðkvæða, ýmiskonar sönglegheita tilburð- um og með margháttuðum uppstillingum virð- ingamanna og tilfæringum meðan bumbur voru barðar og básúnur þeyttar eftir því sem þróttur dugði af opinberri hálfu og fluttur ómurinn um allar sveitir lands gegnum út- varp og var eitt af þessum indælu útglenntu sögulegu augnablikum sem enginn má vera utan við. Daginn áður fór hljóðari athöfn fram. Maður er nefndur Ásmundur Sveinsson. Hann er nú sextugur maður. Um stranga ævi hefur hann strítt við að forma þann sannleik sem honum virðist beztur á hverj- um tíma og gefa okkur íslendingum högg- myndalist sem við áttum öngva fyrir hans tíð. Og loksins bólaði á skilningi hjá nokkrum sem hafa nennt að hugsa málið og meta hans list og tóku sig saman og gáfu Reykjavík- urbæ myndina Vatnsberann. Var nú gleði yfir gjöfinni hjá listhungruðum þiggjend- um og bumburnar teknar fram og barðar og þjóðkvæði sett saman og hátíðahöld skipu- lögð vegna gjafarinnar og hún sett á áber- andi stað í hjarta bæjarins? Ónei. Ýmiskonar indívíð sem gleymzt hafði að ala upp í góðum siðum ærðust og tóku strax að gala er gjöfin barst. Maður nokkur vakti öðrum fremur athygli með furðulegu hátt- erni: sá hefur fleirum sinnum gefið okkur samborgurum sínum í skyn að hann langaði til að komast til mannvirðinga en fengið litla áheyrn enda margir kallaðir en fáir útvaldir, geta því ekki allir fengið sem vilja; hefur sá orðið að láta sér duga að gefa út ýmis- konar bækur í einu stærsta forlagi landsins. En nú gerði hann út trúnaðarmenn sína til að taka ljósmyndir af líkamsparti manna- mynda sem siðaðir menn leggja sjaldan meg- ináherzlu á (af hverju sem sá áhugi hefur stafað) og hélt uppi áköfum áróðri gegn Vatnsberanum með myndir sínar á hendi. Og ýmsir menn fleiri sem meir hafa verið kennd- ir af öðru en fíngerðum smekk komu brátt við sögu og beittu sér af afli bólgnir af byrgðu garpseðli, sumir í dagsbirtu en aðrir í felum og launsátrum, skrifuðu greinar, gengu um bæinn ófriðlegir og ég heyrði úti í Kaupinhafn einn af auðugri fjármálafurst- 19

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.