Birtingur - 01.01.1955, Page 19

Birtingur - 01.01.1955, Page 19
Hann sá að hanr var að Ijúga að sjálí'um sér og öðrum. Hann sá það á dráttun- um umhverfis munninn. Hann langaði til að þagna þegar hann tók eftir því. En hann gat ekki hætt. Það varð að halda áfram. Hann var þræll þeirra lygi sem hann hafði hrundið af stað. Þannig leiðum við ekki einungis af okkur hitt og þetta án þess að gera okkur grein fyrir því heldur tekur það sama okkur með sér: það leiðir okkur af sér því við verðum það sem við gerum, liugsaði hann um leið og hann talaði og var skiptur, talaði frá einu plani hugans og skoðaði sviðið og heyrði sjálfan sig tala á öðru. Og hann gætti þess að láta ekki að þeirri freistingu sem sótti ákaft á hann að horfa í spegilinn en það var ekki einhlítt því hann fann samt drættina um munninn sem hann hafði séð í speglinum. Speglinum sem al’hjúpaði lygi hans. Munnurinn er það viðkvæmasta í andlitinu. Allt annað getur látið að stjórn þegar þú ert ósannur og leynir því en munnurinn kemur upp um allt. Hann horfði ekki aftur í spegilinn og hélt áfram að vera ósannur en fann það nú inni í sér og hlaut af því kvöl og hugsaði að hann væri smám saman að svíkja sitt eigið líf undan sér með ósönnum leik. Augun voru köld og rannsakandi.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.