Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 12
rekum endurreisnartímans og þeir hafa oft verið ærið tómlátir gagnvart beztu mönn- um sinnar tíðar og bent til hinna gömlu tíma sem kennt er um í skólunum: Hví málið þið ekki eins og Rafael? segja þeir við þá sem i-eyna að rísa undir þeirri frumskyldu listamannsins að túlka sinn eigin tíma í verkum sínum eins og Picasso hefur gert. En þrátt fyrir tregðu borg- aranna að þiggja mikla samtímalist og værugirni þeirra í heitum skuggum frægra rústa frá glæstu skeiði þar sem þeir bruðla letilega með einhæf hástigsorð um fortíðarafrek, þá hafa skáld óvíða verið næmari fyrir straumhvörfum og listbylt- ingum sinnar tíðar en á Ítalíu. Og þau skáld sem ég ætla að tala um hér hafa á löngum tíma fálætis í umhverfinu og jafnvel ógnana og ofbeldis haldið áfram að hlýða kompásnál síns eigin eðlisboðs. Á meðan borgarnir dæstu af ánægju út af Dante með nokkrar línur úr ljóðabálk- u.m hans á hraðbergi án þess að reyna að skilja hann og velja oftast sömu línurnar, meðan þeir eltust við alla dyntana í alda- mótaskáldinu D’ Annunzio sem var eins óskyldur anda Dantes og kýrhali er fjar- skyldur tónsprota Beethovens: þá voru nokkur skáld uppi sem börðust gegn mark- lausu orðagjálfri og hástemmdum frauð- bóluaustri, þessu upptrekta skáldhetjufalsi, hinu úrkynjaða ofskrauti og flúríburðin- um kringum endalausan næturgalasöng í silfruðu tunglsljósi rjóðursins, — rauðar rósir, höfug vín, titringur í fögrum kon- um sem andvarpa í eftirvæntingu lostans í faðmi hins annálaða dándimanns og skálds þar sem allt gerist í einhverskonar torskilgreindum ilmi og angandýrð sem aflaði þessum D’ Annunzio svo gífurlegr- ar frægðar að það mátti heita að hann bæri ægishjálm yfir aðra í byrjun þess- arar aldar, ásamt hinum rómantíska Car- ducci sem setti saman geysiviðamikinn mælskukveðskap í gömlu formi sem brátt varð úrskurðað úrelt. Þessi aldamótaskáld Papini 10 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.