Birtingur - 01.01.1960, Page 22

Birtingur - 01.01.1960, Page 22
ÚNG STÚLKA YFIR GLASI AF VÍNI Hvers vegna falla tár þín í glasið án þess að frjósa eru þau ekki ísmolar af hafi dauðans Tóbaksgulir fíngur leita að brjóstum þínum gulltentur kjaftur leitar að vörum þínum Þú situr við borðið og skilur ekki tárin sem falla í glasið eins og regndropar á hausti Einu sinni rigndi leingi og snjórinn bráðnaði og það voru græn grös undir snjónum Þá réttirðu hvítar hendur móti grösunum og þau réttu grænar hendur sínar móti þínum Hvers vegna ertu hér hvar eru þín fjöll stöðug ósigrandi fjöll þótt vindurinn gnauði 20 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.