Birtingur - 01.01.1960, Page 26

Birtingur - 01.01.1960, Page 26
QUASIMODO Framhald aí bls. 16 reyna að lifa eins og aðrir menn og koma list sinni á framfæri, til að þurfa ekki að éta handrit sín og annarra sem til falla. Skömmu fyrir styrjöldina kom Quasimodo þangað og býr þar nú, kennari í bók- menntasögu við tónlistarháskóla borgar- innar. Þá hafði hann gefið út nokkrar Ijóðabækur í anda Hermetismans. Þó voru ljóð hans ekki eins myrk og torskilin eins og hjá fyrrnefndum Hermetistum heldur var yfir þeim klassísk heiðríkja, og hljómfegurð þeirra var tær, orðfæri hans ljóst og hnitmiðað. Tengsl hans við Sikiley rofnuðu ekki. Fortíð eyjarinnar sótti á hug hans með goðsögnum og sögu- legri frægð, skáld fornra menningarskeiða á eynni höfðu áhrif á hann og hann tengdi klassískar ljóðhefðir og hálfgleymdar hin- um lifandi framvinduskáldskap tímans, og flutti áfram óminn af hinum tónvísu forn- skáldum Grikkja og frá latneskum skáld- um eins og Catúllusi yfir í þann skáld- skap sem verður arfur nýrrar æsku í því landi ef bölvun sjónvarpsins verður ekki búin að slökkva tilveru sálarinnar á næst- unni þar um slóðir. Fyrsta bók Quasimodo kom út 1930: Acque e terre, Höf og lönd; síðan komu bækur eftir hann 1932, 1933 og 1936 sem voru allar í innhverfum fagur- keraanda Hermetismans, auk þess þýð- ingar á grískum skáldum, á Virgil hinu latneska skáldi. í þessum bókum var mikið um náttúrustemmningar; þrá og söknuð- ur eftir einhverju horfnu sem aldrei kem- ur aftur herjar á huga skáldsins, en til- finning hans sést aldrei nakin í ódýrum krampakippum. Hvert orð er valið af mik- illi kostgæfni og óbilandi ögun og skipað í lifandi hljómfögur mynztur þar sem hvert orð á heima með öðrum orðum Ijóðs- ins í farsælu músíkölsku samlífi og ljóð- myndirnar tengjast í rás sem teiknar 24 Birtingur magískan hring um sitt eigið líf í ljóð- inu. Quasimodo er aldrei eins abstrakt og læri- faðir hans í Hermetismanum: Ungaretti. Þó er engan veginn hægt að hrifsa til sín ljóð Quasimodo í framhjáhlaupi líkt og blaðamaður sem kemur á vettvang sögu- íegs atburðar, hnippir í einhvern við- staddan og innir frétta með sín eigin skilningarvit innsigluð áður en hann anar upp á ritstjórnarskrifstofurnar til þess að semja fréttina handa gapandi prentvélum og syfjuðum lesendum morgundagsins. Frá þessum árum er ljóðið um fyrndan vetur: 11 desiderio delle tue mani chiare nella penombra della fiamma sapevano di rovere e di rose; di morte — Antico inverno. Cercavano il miglio gli uccelli ed erano subito di neve. Cosi le parole. Un po’ di sole, una raggera d’ angelo e poi la nebbia, e gli alberi, e noi fatti d’ aria al mattino. Þrá þinna ljósu handa í skugga logans: þær anga af eik og rósum; af dauða. Fyrndi vetur. Fuglarnir leituðu sáðkorns og voru brátt orðnir að snjó; þannig voru orðin: snöggvast sól, geislabaugur engils, og síðan þokan; og trén, og við orðin til úr lofti um morguninn. Síðan kom stríðið, æskan sem fasistarnir höfðu alið upp með orðagjálfri um land- vinninga og nýja stórveldistíma, þjálfað í þeirri íþrótt að ganga í takt við gjallar- hornslygar og hergöngulög, allir þessir einföldu smáborgarasynir á knéstígvél-

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.