Birtingur - 01.01.1960, Side 37

Birtingur - 01.01.1960, Side 37
Ari Jósefsson — Hvur djöfullinn, sagði ýngri maðurinn og leitaði ákaft í úlpuvösunum. Fór inná sig og þuklaði buxnavasana. — Hvur djöf- ullinn. Ég hef gleymt sígarettunum. Lík- lega skilið þær eftir þegar við drukkum kaffið uppí Seli. Þeir óðu snjóinn í hné. Stormurinn var í fángið og frostið nagaði þá í framan. Eldri maðurinn þagði. — Meiri uppákoman fyrir þetta Selsfólk. Sástu hvað kallinn var eymdarlegur? Hvað heitir hann nú aftur, maðurinn hennar? Sigurjón. Já alveg rétt, Sigurjón í Seli. Aumíngja maðurinn. Hún hefur orðið snælduvitlaus. Að stökkva svona útúr bænum um hánótt. 1 þessu líka mann- drápsveðri. Svona uppúr rúminu. Sumir segja að hún hafi verið allsber. Helvítis brjálæði. En það sá það enginn. Vissi eng- inn neitt fyrren Sigurjón vaknaði. Þá var hún horfin. Og barnið. Það var alsnjóa. Allt hvítt nema áin í dalbotninum. Svört og hlykkjótt einsog blýantsstrik á pappírsörk. Marklaust og klaufalegt blýantsstrik dregið af skjálf- hentu gamalmenni. Eða óvita. Stakur hrafn flögraði yfir einni bugðunni. Að öðruleyti var allt hvítt. Og dautt. Nema þeir tveir sem köfuðu snjóinn niður hlíð- ina. Lögðust framí vindinn og böksuðu áfram jafnt og þétt. Niðrað ánni. — Helvíti er að hafa ekkert að reykja. Bjálfi var ég að gleyma sígarett- unum heimí bæ. Hjá stelpunni. Fjári hugguleg þessi stelpa í Seli. Kannski ekk- ert sérstök í framan. En kroppurinn. Sástu brjóstin maður? Þegar hún hellti í boll- ana. Eða þá tilburðirnir þegar hún kom inní stofuna. Sú held ég sé notaleg í ból- inu. Annars er ég sosum ekkert fyrir þess- ar sveitastelpur. Verst að vera tóbaks- laus. 1 allan dag. Eins og það þýði eitt- hvað að vera að þessu hríngsóli. í þessum djöfuls snjó. Þeir voru komnir það neðarlega í hlíðina að áin sýndist ekki leingur svört heldur Dauðaleit Birtingur 35

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.