Birtingur - 01.01.1960, Page 38

Birtingur - 01.01.1960, Page 38
blá. Hún kom onaf heiði og bugðaðist niður dalinn. Sumstaðar rann hún þraungt og hvítfyssaði. Annarstaðar var hún breið og lygn einsog vatnið hikaði við að renna. Hún var ekki á ís. Ekki enn. En hana myndi brátt leggja ef þessar hörkur héld- ust. Hrafninn hækkaði flugið. Tók stefnuna niður dalinn og hvarf útí buskann. Mennirnir tveir brutust áfram. Þeir höfðu reyrt hetturnar svo þétt að höfðinu að ekki sást annað af andlitinu en nef og augu. Og munnurinn á þeim ýngri. — Einsog þetta hafi eitthvað uppá sig. Þetta bölvað snatt. Hún er ábyggilega dauð. Einhverstaðar í snjónum. Eða lent í ánni. Það hefur fennt í slóðina jafnóð- um. I þessum blindbyl. Hún hlýtur að hafa verið alveg kolbrjáluð. Að æða svona útí hríðina. Allsber. I kolniðamyrkri. Með barnið. Einginn veit hvert hún fór. En hún er örugglega steindauð. Og hver held- urðu að finni hana í öllum þessum and- skotans snjó? Verstur djöfullinn að gleyma sígarettunum. En stelpan hefur tekið þær til handargagns. Geymir þær þangaðtil við komum aftur. Þegar fer að dimma. Einsog það hafi eitthvað uppá sig að spana svona út og suður. Eftir því sem þeir komu neðar í hlíðina lækkaði veðurofsinn en niðurinn í ánni hækkaði. Niðrivið ána þutu einstaka svipti- byljir en lygndi næstum á milli. Þeir geingu framá skörina. Þarna var hún. Niðrí hylnum. Hún var í bleiku nærpilsi einu fata. Það hafði kuðl- ast saman utanum mittið og krækst í steinnibbu á botninum. Svart hárið bylgj- aðist í vægum straumnum einsog einhver furðulegur vatnagróður. Vindstroka gáraði vatnsflötinn og hún sýndist sveigjast í fáránlegum dansi. Eingjast sundur og saman. Og gliðna í sundur. Vindurinn lamdi trommurnar uppí fjöllum og áin saung fyrir dansinum. 36 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.