Birtingur - 01.01.1961, Side 3

Birtingur - 01.01.1961, Side 3
James Joyce Bjallan hringdi ofsalega, og þegar ungfrú Parker gekk að talpípunni, var kallað reiðilegri röddu með skerandi norður- írskum hreim: „Sendið Farrington hingað upp!“ Ungfrú Parker settist aftur við ritvél sina og sagði um leið við mann sem var að skrifa við annað borð: „Hr. Alleyne vill finna þig upp“. „Fjandinn hirði hann!“ tautaði maðurinn í hálfum hljóðum og hratt stólnum sínum ffá borðinu til að standa upp. Þegar hann var staðinn á fætur var hann hár og fyrirferðarmikill. Andlit hans var kvapa- kent og dökkvínrautt með ljósar auga- brýr og yfirskegg: hann var ofurlítið út- eygur og hvítan í augunum óhrein. Hann lyfti upp hleranum í afgreiðsluborðinu og gekk þungum skrefum framhjá viðskipta- vinunum og út úr skrifstofunni. Hann gekk þunglamalega upp stigann, upp á aðra hæð, þar sem fyrir honum varð hurð með látúnsskildi sem á stóð „Hr. Alleyne". Hér stanzaði hann, móður af gremju og áreynslu, og barði að dyrum. Skræka röddin hrópaði: „Kom inn!“ Maðurinn gekk inn í herbergi hr. Alley- nes. Og í sama mund rak hr. Alleyne upp höfuðið yfir bunka af skjölum, lítill maður nauðrakaður og með gullspangar- gleraugu. Sjálft höfuðið var svo bleikt og snoðið að það líktist mest stóru eggi sem lægi þarna ofaná blaðabúnkanum. Hr. Alleyne var ekki með neinar málaleng- ingar: „Farrington? Hvað á þetta að þýða? Hvers vegna þarf ég alltaf að vera að kvarta undan yður? Má ég spyrja, hvers Afrit Birtingur 1

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.