Birtingur - 01.01.1961, Side 5

Birtingur - 01.01.1961, Side 5
liafa ávísun á gjaldkerann. Hann stóð kyrr og einblíndi á höfuðið uppi á skjala- bunkanum. Allt í einu fór hr. Alleyne að róta í blöðunum og leita að einhverju. Svo reisti hann aftur upp höfuðið eins og hann hefði ekki vitað af návist mannsins fyrr en nú og sagði: „Hvað? Ætlið þér að standa þarna í allan dag? Það má nú segja, Farrington, þér eruð rólegur í tíðinni!“ „Ég ætla að bíða og vita .. „Nú gott og vel, þér þurftið ekki að bíða og vita. Farið þér niður og gerið það sem þér eigið að gera“. Maðurinn silaðist fram að dyrunum, og um leið og hann hvarf út úr herberg- inu, heyrði hann hr. Alleyne hrópa á eftir sér, að ef afritið að samningnum yrði ekki til fyrir kvöldið, skyldi hr. Crosbie fá vitneskju um það. Hann gekk aftur að borði sínu niðri í skrifstofunni og taldi, hve margar arkir liann ætti eftir að afrita. Hann tók penn- ann og deif honum í blekbyttuna, en hélt áfram að stara eins og fáviti á síð- ustu orðin sem hann hafði skrifað: Undir engum kringumstæðum skal téður Bernard Badley bera . . . Það var farið að skyggja, og eftir nokkrar mínútur yrði kveikt á gasinu: þá gæti hann skrifað. Hann fann að hann varð að slökkva þorstann sem sezt hafði í hálsinn. Hann stóð upp, lyfti hleranum í afgreiðsluborðinu eins og áður og vatt sér framfyrir. Um leið og hann fór, leit skrifstofustjórinn spyrjandi á hann. „Það er allt í lagi, hr. Shelly", sagði mað- urinn og benti með fingrinum til að sýna, hvert hann var að fara. Skrifstofustjórinn leit snöggvast á fata- snagana, en þegar hann sá að engan hatt- inn vantaði, lét hann það gott heita. Strax og komið var út á pallskörina dró maðurinn röndótta smalahúfu upp úr vasa sínum, setti hana upp og hljóp í hendings- kasti niður hrörlegan stigann. Þegar út var komið, hélt hann laumulega með hús- veggjum niður að horninu og skauzt þar allt í einu inn um dyragætt. Nú, þegar hann var kominn inn í skuggalega sjopp- una hjá O’Neill, var hann úr allri hættu. Þrútið andlitið fyllti út í gluggaboruna sem vissi inn í barinn, á litinn eins og dökkrautt vín eða dökkrautt kjöt, og hann kallaði: „Hæ, Pat, vertu nú alminlegur og komdu með vökvun handa mér“. Þjónninn færði honum glas af öli. Maður- inn hvolfdi því í sig í einum teyg og bað um kúmen. Hann lagði koparskildinginn á borðið, eftirlét þjóninum að þreifa hann uppi í myrkrinu og skauzt svo út úr þessu greni jafn laumulega og hann hafði komið. Myrkrið og þokan hröktu burt febrúar skímuna og búið var að kveikja á lukt- unum í Eustace-stræti. Maðurinn smaug meðfram húsunum þangað sem skrifstof- an var og hugsaði um það á leiðinni, hvort sér tækist að ljúka afritinu á til- settum tíma. 1 stiganum mætti honum sterkur ilmvatnsþefur; það leyndi sér ekki að ungfrú Delacour hafði komið á meðan hann var hjá O’Neill. Hann tróð húfunni aftur í vasann, gekk inn í skrifstofuna og lét sem hann væri eitthvað annars hugar. „Hr. Alleyne var að spyrja eftir þér“, Birtingur 3

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.