Birtingur - 01.01.1961, Page 9
sagði Farrington strákunum að taka út og
fá sér annan.
Einmitt þegar hver um sig var að nefna
sinn drykk, hver skyldi þá rekast inn
nema Higgins! Og auðvitað þurfti hann
að slást í hópinn. Strákarnir vildu strax
heyra hans útgáfu af sögunni, og hann
sagði þeim hana með mikilli kæti, því
fimni sterkir viskísjússar eru upplífgandi
sýn. Allir veltust um af hlátri, þegar hann
sýndi hvernig hr. Alleyne skók hnefann
framan í Farrington. Svo hermdi hann
eftir Farrington og sagði „ 0 g þ á v a r
ég eins svalur, maður, og hægt
er að hugsa sér“, og Farrington
sjálfur leit sínum óhreinu augum yfir
hópinn, brosti og saug viskídropa úr yfir-
skegginu með neðrivörinni.
Þegar þessum umgangi lauk, varð þögn.
O’Halloran átti peninga, en hinir virtust
ekki eiga neitt; þeir félagar yfirgáfu því
staðinn með nokkurri eftirsjá. Við hornið
á Duke-stræti beygðu þeir Higgins og
nefstóri Flynn til vinstri, en hinir þrír
sneru við og héldu inn í borgina. Regnið
buldi á köldum götunum, og þegar þeir
komu að Ballast-skrifstofunni, stakk Farr-
ington upp á því að þeir færu í Skozka
húsið. Barinn var troðfullur og mikil há-
reysti af spjaili manna og glasaglamri.
Mennirnir þrír brutu sér leið framhjá
skrækjandi eldspýtnasölum í anddyrinu og
röðuðu sér í hnapp við borðsendann. Þeir
fóru að segja sögur til skiptis. Leonard
kynnti þá fyrir ungum manni sem hét
Weathers og sýndi fimleika og trúðlist í
Tívolí. Farrington bauð einn umgang.
Weathers sagðist vilja einn lítinn Irskan
og Apollinaris. Farrington sem vissi mæta-
vel hvað var hvað spurði strákana, hvort
þeir vildu einn Apollinaris líka; en strák-
arnir báðu Tim um sterkt handa sér.
Samtalið gerðist nú háfleygt. O’Halloran
gaf einn umgang, og svo gaf Farrington
annan, en þá maldaði Weathers í móinn og
þótti gestrisnin orðin of írsk. Hann lofaði
að koma þeim inn að tjaldabaki í Tívolí og
kynna þá fyrir nokkrum líflegum stelpum.
O’Halloran sagði að þeir Leonard mundu
þekkjast boðið, en Farrington mundi ekki
koma, því hann væri kvæntur maður;
Farrington gaut sínum daufu, óhreinu
augum yfir hópinn og lét á sér merkja að
hann skildi, að þetta var skens. Wathers
fékk þá til að þiggja ofurlítið bragð á
sinn kostnað og lofaði að hitta þá á eftir
hjá Mullingan í Poolberg-stræti.
Þegar Skozka húsið lokaði, héldu þeir til
Mulligans. Þeir fóru þar inn í einkaher-
bergi fyrir innan, og O’Halloran pantaði
smá hressingu handa öllum. Þeir voru
farnir að finna vel á sér. Farrington var
einmitt að gefa umgang, þegar Weathers
kom aftur. I þetta skipti drakk hann
bitter, Farrington til mikils léttis. Það -
var orðið lítið eftir í buddunni, en þó svo,
að þeir gátu haldið sér við. Tveir ungir
kvenmenn með stóra hatta og ungur mað-
ur í köflóttum fötum komu inn rétt í
þessu og settust við næsta borð. Weathers
Iieilsaði þeim og sagði félögunum að þau
væru frá Tívolí. Farrington varð í sífellu
litið á annan kvenmanninn. Það var eitt-
hvað sérkennilegt við hana. Hún var með
heljarmikla, fagurbláa slæðu sem vafið
var um hattinn og hnýtt í slaufu undir
kverkinni; og hún var með heiðgula
hanzka sem náðu upp að olnboga. Farring-
Birtingur 7