Birtingur - 01.01.1961, Page 14
Kandinsky var bráðvel gefinn maður og
svo þrekmikill og sterkur persónuleiki, að
hann bar greinilega af flestum mönnum
öðrum. Hann málaði eins og sá, sem vald-
ið hefur og skrifaði þannig um liti, form-
vandamál og fagurfræðilega undirstöðu
mynda, að lengi mun verða talið mikil-
vægt að kynna sér sjónarmið hans og
skyggnast í athuganir hans. Því miður hef
ég ekki nægilega þekkingu á ritverkum
Kandinskys til að geta gert þeim ýtarleg
skil. Þó hef ég lesið sitthvað og við
það mun ég styðjast í línunum hér á
eftir.
Kandinsky fæddist í Moskvu 4. desember
1866 eða 22. nóvember samkvæmt eldra
tímatali Rússa. Faðir hans var upprunninn
í vesturhluta Síberíu en fluttist seinna til
staðar nálægt kínversku landamærunum.
Móðir hans var aftur á móti hreinrækt-
aður Moskvubúi. Þegar drengurinn var
þriggja ára tóku foreldrarnir hann með
sér til Italíu. Þau bjuggu um hríð í Róma-
borg en komu einnig til Flórenz og Fen-
eyja. Árið 1871 fluttist fjölskyldan búferl-
um frá Moskvu til borgarinnar Odessa á
strönd Svartahafsins. Og í æviágripinu,
sem áður er getið, segir frá því, að þrem
árum seinna hafi tónlistarmenntun Kan-
dinskys hafizt. Hann lærði fyrst að leika
á píanó en síðan tók cellóið við. Annars
lá fyrir honum langt nám í menntaskóla,
þegar hann hafði aldur til. Og árið 1886
innritaðist hann við háskólann í Moskvu
sem nemandi í lögum og þjóðhagfræði. 1
hléum frá kennslunni lagði Kandinsky
land undir fót til að kynnast veröldinni og
furðum hennar dálítið betur. Hann dvald-
ist á Krímskaga og í Kákasus á meðan