Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 18

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 18
Matisse og villidýranna hans, og ekki get- ur fordómalaus áhorfandi varizt þeirri hugsun, að Impressjónistarnir hafi meira eða minna komið við sögu allan fyrsta áratuginn, eins og Nína Kandinsky tekur raunar skýrt og skilmerkilega fram í ævi- ágripinu. Ég segi þetta ekki Kandinsky til hnjóðs. Ég segi þetta til að benda á, að hann var alveg óvenjulega fljótur að koma auga á góðmálminn í haugunum af skarni og grjóti, sem hlóðust upp á þess- um árum. Á hitt ber þó einkum að líta þegar við leggjum dóm á æskumyndirnar, að höfundur þeirra var alveg nýsloppinn út úr skólanum hjá Stúck þegar hann gæddi þær lífi og gerði þær að fyrstu áþreifanlegu gögnunum um öflugan mátt og sjálfstæðan vilja. Það mun hafa verið um 1908 að örla tók á breytingunum í list Kandinskys, sem áttu eftir að valda svo miklu um framþró- un listarinnar — ekki bara málaralistar- innar einnar, heldur og ýmissa annarra greina hennar. Tveim árum síðar hafði málarinn stigið skrefið til fulls. Hann hafði málað fyrstu hreinræktuðu abstrakt- myndirnar í veröldinni. Ég segi hrein- ræktuðu, af því að bent hefur verið á, að landi hans Larionov hafi orðið fyrstur til að kveðja heim náttúrulíkingarinnar með nokkrum málverkum í svonefndum geislastíl árið 1909. Larionov var hins vegar enganveginn jafnmikil alvara með þessum tilraunum sínum og Kandinsky til að mynda, enda gafst hann upp á þeim eftir nokkur ár og fór að mála leiktjöld og skreytingamyndir fyrir keisaraballett- inn rússneska. Annars er tómt mál að stæla um það sýknt og heilagt, hvaða 16 Birtingur listamaður hafi orðið fyrstur til að stíga örlagaskrefið. Málverkið hafði verið að mjakast í þessa áttina um áratugi. Það sjáum við greinilega, ef við lítum til baka yfir víðerni listasögunnar. Impress- jónistarnir og síðar Fóvistarnir höfðu hreinsað litina og fengið þeim stórum veg- legra hlutverk en þeir höfðu haft, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Cézanne sannaði á áhrifamikinn hátt, að formið þurfti ekki að deyja drottni sínum, þótt það hafnaði náttúrulínunum í æ ríkara mæli. Og Kúbistarnir fetuðu dyggilega í fótspor hans. Fyrstu abstraktmyndir Kan- dinskys voru yfirmáta rómantískar. Mér sýnast þær alltaf blossandi rauðar þegar ég virði þær fyrir mér í svörtum og hvít- um listaverkabókum. Það lifir í þeim meira en lítið af kvíðanum og angistinni, sem ávallt fylgir leitinni að hinu ókunna. Hugmyndaflugið er frjótt, leikandi — en stundum angurvært. Hinsvegar s'kortir þær festuna, sem síðar varð óyggjandi einkenni á verkum þessa prýðilega lista- manns. Ég sagði í upphafi, að Kandinsky hefði fengizt þónokkuð við ritstörf. Það er sann- arlega ekki ofmælt. Hann ritaði þrjár bækur, sem hafa að geyma kenningar hans og rannsóknir í fagurfræðilegum efnum. Sú fyrsta þeirra: Um hið andlega í listinni kom út árið 1911. í henni gerir Kandinsky grein fyrir afstöðu sinni til litanna. Hann talar um uppruna þeirra, eðli og áhrif á okkur mennina. Hann víkur að því aftur og aftur, að tónlistin sem hreint og ómengað tjáningarmeðal andans hafi vísað honum veginn til fyrir- heitna landsins. Næsta bók er hvortveggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.