Birtingur - 01.01.1961, Side 20

Birtingur - 01.01.1961, Side 20
í senn endurminningar hans og eins konar uppgjör við fortíðina, en í þeirri þriðju glímir hann við vandamál grafískrar listar eða kannski öllu heldur þátt hennar í listsköpuninni yfirleitt. Síðastnefnda bókin var ekki gefin út fyrr en 1926 þegar Kandinsky var orðinn kennari við Bau- hausskólann í Dessau. Auk bókanna þriggja ritaði Kandinsky allmargar grein- ar í blöð og tímarit að ógleymdum grænu, hvítu, gulu og svörtu leikþáttunum, en ég veit ekki hvort þeir hafa verið settir á svið nokkursstaðar. Allar þær ritsmíðar, sem hér hefur verið lýst, eru lítt kunnar almenningi. Aftur á móti kannast margir við árbókina Der Blaue Reiter, sem þeir Franz Marc og Kandinsky gáfu út um skeið. Hún var líka einstakt plagg í sinni röð. Hún fjallaði um tónlist, leiklist, danslist og sitthvað fleira auk myndlistar- innar. Einungis hinir beztu og gáfuðustu listamenn virðast hafa verið ráðnir sem höfundar. I heftinu sem gefið var út í Miinchen 1912, rekumst við til að mynda á dansarann Alexander Sacharoff og tón- skáldin Arnold Schoenberg, Anton von Webern og Allan Berg. Ég hef gerzt svo djarfur að þýða stuttan kafla eftir Was- sily Kandinsky úr Der Blaue Reiter árið 1914. Þessi kafli fjallar um vandamál forms og listar og hljóðar svo í þýðing- unni: „Allir þeir hlutir, sem okkur mönnun- um eru nauðsynlegir, þroskast í fyllingu tímans. Eða svo að við orðum þetta á annan veg: Sköpunarandinn — það mætti fullt eins vel kalla hann abstraktandann — nær tangarhaldi á einni sál, síðan annarri og þannig koll af kolli ... og þetta hefur löngun og innilega þörf í för með sér. Þessi löngun, þessi innri þörf, þetta afl fær það hlutverk í hendur að skapa nýtt gildi í huga mannsins, þegar aðstæðurnar leyfa hnitmiðuðu formi að vaxa upp og dafna. Nýja gildið fer að lifa í manneskj- unni annaðhvort leynilega eða með sam- þykki hennar. Ósjálfrátt eða vitandi vits reynir mann- eskjan frá þessari stundu að klæða nýja gildið, sem lifir í henni í andlegu formi, í búning veraldarinnar. Slíka viðburðarás mætti kalla: ásókn and- ans í veraldlega hluti. Hér er efnið einskonar forðabúr. Þangað leitar andinn og hefur á brott með sér hverju sinni þær vistir, sem hann þarfn- ast. Hann fer að eins og matsveinn, sem ætlar að búa til góðan mat. Þetta, sem ég nú hef nefnt, er skapandi þáttur lífsins, hinn góði og jákvæði þáttur — sólargeisl- inn. Sólargeislinn orsakar þróun og fágun. Sköpunarandinn liggur þannig falinn í efninu og á bak við efnið. Oft á tíðum er hann svo vandlega falinn, að einungis fáir útvaldir koma auga á hann. Á hinn bóginn er til fjöldi manna, sem ber ekki einu sinni kennsl á andann þegar hann birtist í andlegu formi. Nú á dögum skynja t. d. margir andann í trúnni en ekki í listinni. Heil skeið í veraldarsög- unni hafa afneitað andanum, af því að hann er ósýnilegur mönnunum að jafnaði. Nítjánda öldin afneitaði honum og við gerum það sjálf að mestu leyti enn þann dag í dag. Fólkið lætur slá ryki í augu sín. 18 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.