Birtingur - 01.01.1961, Síða 20

Birtingur - 01.01.1961, Síða 20
í senn endurminningar hans og eins konar uppgjör við fortíðina, en í þeirri þriðju glímir hann við vandamál grafískrar listar eða kannski öllu heldur þátt hennar í listsköpuninni yfirleitt. Síðastnefnda bókin var ekki gefin út fyrr en 1926 þegar Kandinsky var orðinn kennari við Bau- hausskólann í Dessau. Auk bókanna þriggja ritaði Kandinsky allmargar grein- ar í blöð og tímarit að ógleymdum grænu, hvítu, gulu og svörtu leikþáttunum, en ég veit ekki hvort þeir hafa verið settir á svið nokkursstaðar. Allar þær ritsmíðar, sem hér hefur verið lýst, eru lítt kunnar almenningi. Aftur á móti kannast margir við árbókina Der Blaue Reiter, sem þeir Franz Marc og Kandinsky gáfu út um skeið. Hún var líka einstakt plagg í sinni röð. Hún fjallaði um tónlist, leiklist, danslist og sitthvað fleira auk myndlistar- innar. Einungis hinir beztu og gáfuðustu listamenn virðast hafa verið ráðnir sem höfundar. I heftinu sem gefið var út í Miinchen 1912, rekumst við til að mynda á dansarann Alexander Sacharoff og tón- skáldin Arnold Schoenberg, Anton von Webern og Allan Berg. Ég hef gerzt svo djarfur að þýða stuttan kafla eftir Was- sily Kandinsky úr Der Blaue Reiter árið 1914. Þessi kafli fjallar um vandamál forms og listar og hljóðar svo í þýðing- unni: „Allir þeir hlutir, sem okkur mönnun- um eru nauðsynlegir, þroskast í fyllingu tímans. Eða svo að við orðum þetta á annan veg: Sköpunarandinn — það mætti fullt eins vel kalla hann abstraktandann — nær tangarhaldi á einni sál, síðan annarri og þannig koll af kolli ... og þetta hefur löngun og innilega þörf í för með sér. Þessi löngun, þessi innri þörf, þetta afl fær það hlutverk í hendur að skapa nýtt gildi í huga mannsins, þegar aðstæðurnar leyfa hnitmiðuðu formi að vaxa upp og dafna. Nýja gildið fer að lifa í manneskj- unni annaðhvort leynilega eða með sam- þykki hennar. Ósjálfrátt eða vitandi vits reynir mann- eskjan frá þessari stundu að klæða nýja gildið, sem lifir í henni í andlegu formi, í búning veraldarinnar. Slíka viðburðarás mætti kalla: ásókn and- ans í veraldlega hluti. Hér er efnið einskonar forðabúr. Þangað leitar andinn og hefur á brott með sér hverju sinni þær vistir, sem hann þarfn- ast. Hann fer að eins og matsveinn, sem ætlar að búa til góðan mat. Þetta, sem ég nú hef nefnt, er skapandi þáttur lífsins, hinn góði og jákvæði þáttur — sólargeisl- inn. Sólargeislinn orsakar þróun og fágun. Sköpunarandinn liggur þannig falinn í efninu og á bak við efnið. Oft á tíðum er hann svo vandlega falinn, að einungis fáir útvaldir koma auga á hann. Á hinn bóginn er til fjöldi manna, sem ber ekki einu sinni kennsl á andann þegar hann birtist í andlegu formi. Nú á dögum skynja t. d. margir andann í trúnni en ekki í listinni. Heil skeið í veraldarsög- unni hafa afneitað andanum, af því að hann er ósýnilegur mönnunum að jafnaði. Nítjánda öldin afneitaði honum og við gerum það sjálf að mestu leyti enn þann dag í dag. Fólkið lætur slá ryki í augu sín. 18 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.