Birtingur - 01.01.1961, Page 27

Birtingur - 01.01.1961, Page 27
Thor Vilhjálmsson Hver er Ionesco sem gerði í vetur skyndi- áhlaup á sálirnar í Reykjavík? Um engan samtímahöfund er nú meira rætt meðal leikhúsvina erlendis. Fyrir um það bil ára- tug myndi hafa staðið í flestum að svara spurningunni: hver er Ionesco? Fyrsta verk hans var frumsýnt í París árið 1950 og nefndist Sköllótta söngkonan. Þeir fáu sem höfðu þá fyrir því að sjá það urðu ekki varir við neina söngkonu, hvað þá sköllótta. í stað þess eru áhorf- endur teymdir inn í stofuna til enskra hjóna herra og frú Smith þar sem allt er svo óskaplega enskt, enskt miðstéttalíf og klukkan slær 17 ensk högg. Ionesco var einmitt að læra ensku þegar hann skrifaði þetta leikrit. Hjónin tala og tala og brátt komust þeir áhorfendur sem ekki voru gæddir kímniskyni að þeirri niðurstöðu að höfundurinn væri að skopast að þeim, að þetta væri hringavitleysa spunnin til þess eins að spila með heiðarlegt fólk sem hafði komið í einlægni og hrekkleysi í leikhúsið til að göfga andann eða kannski bara til þess að gera sér dagamun á siðferðis- þroskaðan hátt. Þeir fáu gagnrýnendur sem höfðu nennt að líta við þessari sýn- ingu á leikriti eftir óþekktan höfund með útlendu nafni í litlu leikhúsi í latneska hverfinu, þeir voru ekki sérlega upprifnir í dómum sínum. Þetta var svo nýtt og framandi, svo óvænt. Flestir höfðu sett sig í stellingar sem hæfir þegar horft er á þau verk í raunsæjum anda sem eiga að sýna okkur atvik úr lífinu sjálfu með þeim hætti að okkur verði komið til þess að hugsa og jafnvel segja: en hvað þetta er raunverulegt, er þetta ekki einsog í lífinu sjálfu. En þá er kannski verið að Eugene lonesco Birtincur 25

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.