Birtingur - 01.01.1961, Page 29

Birtingur - 01.01.1961, Page 29
húsið en alltaf var það autt og tómt og hljótt. En eitt kvöld gerist undrið. Hrifn- ingarlæti áhorfenda, hlátrarnir og hið æskilega og langþráða húrra og bravó. Ionesco hraðaði sér inn í húsið, kannski var hann á kránni handan við götuna. En þegar þangað kom þá var allt autt og tómt og hljótt eins og öll önnur kvöld. Hinsvegar var hjálpræðissamkoma í næsta húsi. En þó að svona færi í þetta sinn þá kom að undrinu. Og það voru einmitt Stól- arnir sem færðu Ionesco hans fyrsta stór- sigur: fjórum árum síðar þegar þeir voru teknir til sýningar í öðru leikhúsi. Reynd- ar hafði Kennslustundin áður vakið nokkra athygli á Ionesco og ýmsa fór að gruna að þar færi meiriháttar höfundur. Einn hinna kunnari gagnrýnenda borgar- innar taldi þessi verk Ionesco merkustu tíðindi sem orðið hefðu í leiklistarheimi Parísar eftir stríðið. öll hin fyrri verk Ionesco sem hlutu svo daufar undirtektir framan af hafa verið tekin upp af nýju og hafa nú verið sjmd árum saman við þrotlausa aðsókn og látlausa hrifningu áhorfenda, Sköllótta söngkonan, Kennslu- stundin og Stólarnir, Amadeus o. s. frv. En þegar frægðin helltist yfir Ionesco þótti honum nóg um og flýði allt hvað af tók úr París meðan kona hans stóð í ströngu við að taka á móti heillaóskum og handaböndum þeirra sem vildu vera viðbragðssnöggir eftir kommandó tízk- unnar þegar hún seildist allt í einu eftir Ionesco. Annað verk eftir Ionesco hafði reyndar einnig hlotið góðar viðtökur þó ekki væri það stórsigur eins og varð um Stólana: Amadeus eða hvernig á að losna við það? Það er um hjón sem kvelja hvort annað án þess að geta verið öðru- vísi en saman líkt og í Dauðadansinum eftir Strindberg. Þau þræta meðan konan er ekki að svara í símann en þá laumast maðurinn inn í næsta herbergi til að gæta að líki sem vex þar inni og vex. I fimmtán ár hefur það legið þar inni, og nú er það farið að vaxa svo mikið að það ætlar allt að sprengja af sér. Konan segir manninum að hann verði eitthvað að taka til bragðs en hann er rithöfundur og úrræðalaus; hann hefur skrifað tvær setn- ingar í fimmtán ár, það stendur til að hann skrifi leikrit þótt seint sækist. Og sveppar eru farnir að spretta í stofunni í kringum þau. Það endar með því að Amadeus rithöfundur fer að drasla líkinu í skjóli náttmyrkurs niður að fjótinu en mannfjöldi safnast og líkið verður að fallhlíf eða segli og Amadeus tekst á loft og svífur til himna og biður alla viðstadda afsökunar á þessum undarlegheitum, liann geti ekkert að þessu gert, það sé bara vindurinn, síðan rignir ýmsum eigum hans niður sem lögreglumenn skipta með sér og bjóða mannfjöldanum sígarettur, amer- ískur hermaður kallar: hello boy hello boy og mannfjöldinn hrópar húrra húrra. Þetta er yngingaraðferð, segir kona við glugga. Amadeus hrópar: Mig langar alls ekki til að hlaupast undan skyldum mín- um, þetta er vindinum að kenna. Frú hans hrópar: Amadeus Amadeus mundu eftir leikritunum sem þú átt eftir að skrifa. Off he goes, segir hermaðurinn ameríski. Birtingur 27

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.