Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 29
húsið en alltaf var það autt og tómt og hljótt. En eitt kvöld gerist undrið. Hrifn- ingarlæti áhorfenda, hlátrarnir og hið æskilega og langþráða húrra og bravó. Ionesco hraðaði sér inn í húsið, kannski var hann á kránni handan við götuna. En þegar þangað kom þá var allt autt og tómt og hljótt eins og öll önnur kvöld. Hinsvegar var hjálpræðissamkoma í næsta húsi. En þó að svona færi í þetta sinn þá kom að undrinu. Og það voru einmitt Stól- arnir sem færðu Ionesco hans fyrsta stór- sigur: fjórum árum síðar þegar þeir voru teknir til sýningar í öðru leikhúsi. Reynd- ar hafði Kennslustundin áður vakið nokkra athygli á Ionesco og ýmsa fór að gruna að þar færi meiriháttar höfundur. Einn hinna kunnari gagnrýnenda borgar- innar taldi þessi verk Ionesco merkustu tíðindi sem orðið hefðu í leiklistarheimi Parísar eftir stríðið. öll hin fyrri verk Ionesco sem hlutu svo daufar undirtektir framan af hafa verið tekin upp af nýju og hafa nú verið sjmd árum saman við þrotlausa aðsókn og látlausa hrifningu áhorfenda, Sköllótta söngkonan, Kennslu- stundin og Stólarnir, Amadeus o. s. frv. En þegar frægðin helltist yfir Ionesco þótti honum nóg um og flýði allt hvað af tók úr París meðan kona hans stóð í ströngu við að taka á móti heillaóskum og handaböndum þeirra sem vildu vera viðbragðssnöggir eftir kommandó tízk- unnar þegar hún seildist allt í einu eftir Ionesco. Annað verk eftir Ionesco hafði reyndar einnig hlotið góðar viðtökur þó ekki væri það stórsigur eins og varð um Stólana: Amadeus eða hvernig á að losna við það? Það er um hjón sem kvelja hvort annað án þess að geta verið öðru- vísi en saman líkt og í Dauðadansinum eftir Strindberg. Þau þræta meðan konan er ekki að svara í símann en þá laumast maðurinn inn í næsta herbergi til að gæta að líki sem vex þar inni og vex. I fimmtán ár hefur það legið þar inni, og nú er það farið að vaxa svo mikið að það ætlar allt að sprengja af sér. Konan segir manninum að hann verði eitthvað að taka til bragðs en hann er rithöfundur og úrræðalaus; hann hefur skrifað tvær setn- ingar í fimmtán ár, það stendur til að hann skrifi leikrit þótt seint sækist. Og sveppar eru farnir að spretta í stofunni í kringum þau. Það endar með því að Amadeus rithöfundur fer að drasla líkinu í skjóli náttmyrkurs niður að fjótinu en mannfjöldi safnast og líkið verður að fallhlíf eða segli og Amadeus tekst á loft og svífur til himna og biður alla viðstadda afsökunar á þessum undarlegheitum, liann geti ekkert að þessu gert, það sé bara vindurinn, síðan rignir ýmsum eigum hans niður sem lögreglumenn skipta með sér og bjóða mannfjöldanum sígarettur, amer- ískur hermaður kallar: hello boy hello boy og mannfjöldinn hrópar húrra húrra. Þetta er yngingaraðferð, segir kona við glugga. Amadeus hrópar: Mig langar alls ekki til að hlaupast undan skyldum mín- um, þetta er vindinum að kenna. Frú hans hrópar: Amadeus Amadeus mundu eftir leikritunum sem þú átt eftir að skrifa. Off he goes, segir hermaðurinn ameríski. Birtingur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.