Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 30
Öll fyrri leikrit Ionesco eru fremur
stutt og sýnd jafnan tvö og tvö saman.
Þau eru hnitmiðuð, mikill hraði í þeim,
snögg skipti geðbi’igðanna. Þar víxlast
markhittin gamansemi, tregi, kaldhæðni,
harmur. En viðkvæmnin er alltaf varin
snöggu skopi, höfundurinn er í rauninni
dulur og spennir skopbogann yfir sínum
sárustu kenndum. Hann splundrar öllum
hefðbundnum reglugerðum, leikur sér að
því að tæta bannhelgina í skrúðgörðum
steingerðra viðhorfa. Ionesco talar um
nauðsyn þess að skapa ný form, um þrot-
laust viðnám listamannsins gegn þeim
formum sem hafa verið ofnotuð af þeim
sem fóru á undan, um orð og orðasam-
bönd sem hafa glatað merkingunni, eru
dauð. Þess vegna verði höfundurinn sífellt
að finna nýjar leiðir. Þorri rithöfunda,
listamanna og hugsuða trúi því að þeir
fylgi tíma sínum; hinn byltingarfúsi leik-
ritahöfundur gengur á móti straumi tím-
ans, segir Ionesco. Hann hlýtur að vera
andstæðingur ríkjandi skipulags. Hann
gagnrýnir en réttlætir ekki það sem nú
er. Það er auðvelt að gagnrýna liðna tíð,
einkum þegar ríkjandi skipulag hvetur þig
til að gera svo, en með því réttlætir mað-
ur stöðnunina og lyppast niður fyrir kúg-
uninni og hinu hefðbundna, segir Ionesco.
Ionesco spinnur saman hið skoplega og
hið harmlega og segist raunar ekki geta
greint á milli. I fljótu bragði gæti virzt
ringulreið í verkum hans sem eru reyndar
hnitmiðuð og nákvæm í allri byggingunni.
Hann er mesti endurskoðunarsinni sem
leikhúsið á í dag. Og líf án sífeldrar end-
urskoðunar hlýtur að deyja. Hann er
gæddur öruggu áhrifsskyni á leikhúsvísu.
Hann leikur sér að málinu einsog hinn
fimasti virtúós, það lifir nýju frjálsu lífi
í verkum hans, þróast eftir sínum eigin
lögmálum, er fullt af orðaleikjum; dæmi
úr daglegu tali okkar eru einangruð,
hreinræktuð, röntgenlýst, og afhjúpaður
tómleiki þeirra; meiningarleysið í tali
manna opinberað, Ionesco hikar ekki við
að slíta sundur hin löggiltu orðasambönd,
jafnvel sundra orðunum og leysa þau upp
í táknræn hljóð, ef því er að skipta. Hann
bindur textann víða með rími, stuðlar,
byggir af nákvæmni hrynjandina og rýfur
hana kannski óvænt með mishljómum. Það
er því mikið vandaverk að þýða verk
Ionesco. Hann byggir upp dynamíska
spennu en verk hans verða aldrei viðskila
við líf mannanna, abstrakt; þau kafa í
vitund nútímamannsins og túlka þau öfl
sem takast þar á. Þau eru full af fárán-
leika og ólíkindum en skortir sízt mein-
ingu.
Fyndni lonesco er svo hrein og drama-
tísk að gagnrýnendur sem alltaf leita sam-
anburðar hafa talað um Chaplin í þeirri
andránni. Engan leikritahöfund nútímans
þekki ég sem er eins lagið að koma áhorf-
endum sínum á óvart og Ionesco. I hinum
glaðasta hlátri verður okkur skyndilega
ljóst að við horfum af barmi hengiflugs-
ins. Og hin sorglegustu atvik magnar
Ionesco með afvopnandi fyndni svo að við
missum skelfinguna út í hlátur.
Ionesco er fæddur í Slatina á Dónárbökk-
um árið 1912, það er í Rúmeníu. Átján
mánaða gamall fluttist hann til Parísar,
lærði í frönskum skólum þegar hann hafði
aldur til en hvarf til Rúmeníu 14 ára gam-
all. Þar varð hann síðar bókmenntapró-
28 Birtingur