Birtingur - 01.01.1961, Side 34
Utidyrnar eru opnar; dökkklædd kona stendur
hreyfingarlaus í stiganum,.
Kona húsvarðarins er að sópa forstofuna;
því næst fer hún að fægja látúnshúninn á úti-
dyrunum; vökvar síðan lárviðinn.
Karlinn situr í hjólastóli hjá auglýsingastólp-
anum og er að lesa í blaði; hann er hvitur á hár
og skegg, hefur gleraugu.
M j ólkurstúlkan kemur fyrir hornið með
mjólkurflöskur í vírkörfu; hún er sumarbúin, í
brúnum skóm, svörtum sokkum, með hvítan hatt;
tekur af sér hattinn og hengir hann á vatnspóst-
inn; þurrkar svita af enninu; fær sér að drekka
úr ausunni; þvær sér um hendurnar, lagar hór
sitt, speglar sig í vatninu,.
Heyrist blásið í skipsflautu, og bassatónar i ná-
lægri kirkju hljóma öðru hverju í kyrrðinni.
Eftir stundarþögn, þegar stúlkan hefur lokið við
að snyrta sig, kemur Stúdentinn inn frá
vinstri syfjulegur og órakaður. Hann gengur beina
leið að vatnspóstinum.
Þö gn .
Stúdentinn: Viltu lána mér ausuna?
S t ú 1 k a n dregur að sér ausuna.
Stúdentinn: Ertu ekki að verða búin?
S t ú 1 k a n horfir á hann með skelfingu í augum.
K a r 1 i n n við sjálfan sig: Við hvern er hann að
tr.la? — Ég sé engan! — Er hann geggjaður?
Heldur áfram að virða þau fyrir sér furðu lostinn.
Stúdentinn: Hvers vegna horfirðu þannig á
mig? Er ég svona skelfilegur ásýndum? — Það er
kannski eðlilegt, ég hef ekkert sofið í nótt, og þú
heldur auðvitað að ég hafi verið úti að slarka . . .
S t ú 1 k a n eins og áður.
Stúdentinn: Heldurðu kannski ég hafi drukk-
ið púns? — Er púnslykt af mér?
S t ú 1 k a n eins og áður.
Stúdentinn: Ég veit ég er órakaður ... En
gefðu mér nú vatn að drekka, telpa mín, því ég
ej vel að því kominn! Þ ö g n. Jæja! Ég er þá
nauðbeygður að segja þér eins og er: ég hef vakað
yfir slösuðu fólki og verið að búa að sárum þess
í alla nótt; ég var nefnilega nærstaddur þegar
húsið hrundi í gærkvöldi . .. svo þá veiztu það.