Birtingur - 01.01.1961, Síða 40

Birtingur - 01.01.1961, Síða 40
Jóhann inn frá hægri; við Stúdentinn: Patrón- inn bað mig áminna herrann um að gleyma ekki hinu! Stúdentinn hægt: Segið mér eitt — hvað er patróninn eiginlega fyrir mann? J ó h a n n : Hja! Hann er svo margt, og hefur verið allt. Stúdentinn: Er hann með öllum mjalla? J ó h a n n : Ja, hvað er þ a ð ? — Hann segist hafa verið að leita að sunnudagsbarni alla sína ævi, en það getur sosum verið ósatt .. . Stúdentinn: Hvað vakir fyrir honum — er hann ágjarn? J ó h a n n : Hann vill drottna . .. Hann ekur allan daginn í reið sinni eins og þrumuguðinn Þór .. . Hann skoðar hús, veltir þeim í rústir, opnar götur, gerir torg; en hann brýzt einnig inn í hús, skríður inn um glugga, leikur sér að mannlegum örlögum, drepur óvini sína og fyrirgefur aldrei. Getið þér írnyndað yður, herra, að þessi óhrjálegi kryppling- ur hafi verið sannkallaður Don Juan, þótt konurnar hafi alltaf skilið við hann? Stúdentinn: Hvernig er hægt að koma því heim og saman? J ó h a n n : Hann er svo illskuflár að hann hefur alltaf lag á að hrekja konurnar af höndum sér, þegar hann er orðinn leiður á þeim ., . Nú orðið er hann aftur á móti eins og hestaþjófur á manna- markaði: hann stelur mönnum með ýmsum hætti . . . Hann stal mér til dæmis úr höndum réttvís- innar ., . mér hafði orðið dálítið á, hm, sem eng- inn vissi um nema hann; en í stað þess að siga lögreglunni á mig gerði hann mig að þræli sínum; ég þræla hjá honum og fæ ekki önnur laun en matinn, sem er allt annað en góður . .. Stúdentinn :Hvað ætlast hann fyrir í húsinu þarna? J ó h a n n : Það segi ég ekki! — Það er líka svo flókið. Stúdentinn: Nú fer ég mína leið . . . J ó h a n n : Sjáið þér, þarna missti ungfrúin arm- bendið sitt út um gluggann . .. U n g f r ú i n hefur misst armband út um opinn gluggann. Stúdentinn gengur að glugganum, tekur upp armbandið og réttir Ungfrúnni, sem þakkar hon- um þumbaralega; Stúdentinn gengur til Jóhanns aftur. J ó h a n n : Jæja, svo að þér eruð að hugsa um að fara . .,. En það er ekki eins auðvelt og maður heldur, þegar h a n n er búinn að flækja mann í net sín .,.. Hann óttast ekkert milli himins og jarðar . .og þó er eitt, sem hann hræðist, réttara sagt ein manneskja . Stúdentinn : Bíðið hægan, ætli ég viti ekki hver það er! J ó h a n n : Hvernig getið þér vitað það? Stúdentinn: Ég get mér þess til! — Er bað . . . lítil mjólkurstúlka? J ó h a n n : Hann lítur alltaf undan, þegar hann mætir mjólkurvagni .... hann talar líka upp úr svefninum, hann var víst einhvern tíma í Ham- borg . .. Stúdentinn: Getur maður trúað þessum manni? J ó h a n n : Maður getur trúað honum — til alls! Stúdentinn: Hvað er hann að gera þarna hinum megin við hornið? J ó h a n n : Hann er að hlusta á fátæklingana . . . Laumar inn einu og einu orði, losar einn og einn stein í einu, þangað til húsið hrynur ... í lík- ingum talað ... Ég get sagt yður, að ég er menntaður maður og hef verið bóksali . . . Ætlið þér að fara? S t ú d e n t i n n : Ég vil ógjarna vera vanþakk- látur .,. . Þessi maður hefur einu sinni bjargað föður mínum úr klípu, og nú biður hann mig aðeins um smágreiða í staðinn .. . J ó h a n n : Hvað þá? Stúdentinn : Að fara og sjá Valkyrjuna . .. J ó h a n n : Það er ofvaxið mínum skilningi . . . Hann finnur alltaf upp á einhverju . . . Sjáið þér, nú er hann að tala við lögregluþjóninn . . . hann er alltaf eitthvað að makka við lögreglumenn, fær þá til að gera hitt og þetta fyrir sig, egnir fyrir þá með alls konar tálbeitum í þeim tilgangi ein- um að veiða upp úr þeim. — Þér megið vera vissir um að áður en sól er af lofti verður hon- uin boðið til veizlu í bogasalnum! Stúdentinn: Hvað ætlar hann að gera þang- 38 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.