Birtingur - 01.01.1961, Side 41
að? Hvers vegna hefur hann svona mikinn áhuga
á ofurstanum?
J ó h a n n : Ja . .mig grunar sitt af hverju, en
veit það ekki með vissu! Þér komizt sjálfsagt að
því, þegar þangað kemur! .,..
Stúdentinn : Mér verður aldrei boðið þangað
inn . .,.
J ó h a n n : Það er undir yður sjálfum komið! —
Farið og sjáið Valkyrjuna .,..
Stúdentinn: Er það rétta leiðin?
J ó h a n n : Já, fyrst hann hefur sagt það! —
Lítið á, lítið á hann þar sem hann kemur í her-
vagninum sigri hrósandi, dreginn af betlurum, sem
fá ekki eyri í erfiðislaun, aðeins fölsk fyrirheit
um einhverja umbun við útför hans!
Karlinn inn, standandi í hjólastólnum, sem
einn betlarinn dregur, en hinir ganga á eftir:
Hyllið hið göfuga ungmenni, sem lagði sig í lífs-
háska til að bjarga öðrum, þegar slysið bar að
hondum í gær! Lifi Arkenholz!
Betlararnir taka ofan, en hrópa ekki húrra.
Ungfrúin í glugganum, veifar með vasaklút
sínum.
Ofurstinn starir út um gluggann.
K e r 1 i n g i n við spegilgluggann stendur upp.
Jómfrúin á svölunum dregur fánann að húni.
K a r 1 i n n : Borgarar, klappið saman lófum! Að
vísu er sunnudagur í dag, en bæði guð og menn
munu skilja fögnuð okkar, og þótt ég sé ekki
snnnudagsbarn, á ég bæði spádóms og læknisgáfu,
því einu sinni lífgaði ég drukknandi manneskju . . .
já, það var í Hamborg og einmitt á sunnudags-
formiðdegi eins og nú ...
Mjólkurstúlkan inn án þess aðrir en Stúd-
cntinn og Karlinn sjái hana; hún teygir upp hend-
ur eins og drukknandi maður og einblínir á
Karlinn.
K a r 1 i n n sezt, hniprar sig síðan í hrauk dauð-
hræddur: Jóhann! Ýttu mér burtu héðan! Fljótt!
— Gleymdu ekki Valkyrjunni, Arkenholz!
Stúdentinn: Hvað er hér eiginlega á seiði?
J ó h a n n : Sjáum hvað setur! Sjáum hvað setur!
Inni í bogasalnum: fyrir miðju sviði hvítur spegil-
kakalónn með kólfklukku og kertastjökum; til
hægri forstofan og sér úr henni inn í grænt her-
bergi með mahogníhúsgögnum; til vinstri stendur
marmarastyttan í skugga pálmanna, og má draga
hengi fyrir hana; til vinstri á miðsviði dyr inn í
hýasintuherbergið, þar sem Ungfrúin situr og
er að lesa, Maður sér ofan á Ofurstann,
þar sem hann situr í græna herberginu og er
að skrifa.
B e n g t kemur framan úr forstofunni klæddur
þjónsbúningi (livré) í fylgd með J ó h a n n i sem
er í kjól og með hvítan hálsklút.
B e n g t : Nú er bezt að þú gangir um beina, en
ég skal taka á móti fötunum. Hefurðu nokkurn
tíma gert það áður?
J ó h a n n : Eins og þú veizt dreg ég stríðsvagn
á daginn, en á kvöldin geng ég um beina í
veizlum, og mig hefur lengi dreymt um að koma
inn i þetta hús . . . Hér býr skrýtið fólk, skilst
mér?
B e n g t : Já, ekki eru það hversdagssálir bein-
l.'nis.
Jóhann: Á að halda hljómleika, eða hvað
stendur til?
B e n g t : Það verður þessi venjulegi draugakvöld-
verður, sem við köllum svo. Þau sitja og drekka
te og mæla ekki orð frá vörum, nema hvað of-
urstinn talar stundum einn við sjálfan sig; og svo
bryðja þau smákökur öll í einu, eins og rottur
séu að naga uppi á hanabjálkalofti.
Jóhann: Hvers vegna er það kallaður drauga-
kvöldverður?
B e n g t: Af því að þau eru eins og vofur . . .
Og nú hefur þessu farið fram í tuttugu ár: alltaf
sama fólk, sem segir sömu setningarnar, nema það
kjósi heldur að þegja til að þurfa síður að blygð-
asl sín.
J ó h a n n : Er ekki nein húsmóðir á heimilinu?
Eengt: Jú-jú, en hún er með lausa skrúfu;
húkir inni í fataskápi, vegna þess að augun þola
ekki ljósið . .,. Hún situr þarna inni .. .
Bendir á dyr með forhengi.
J ó h a n n : Þarna inni?
B e n g t : Já, ég sagði þér að þau væru ekki
neinar hversdagssálir ,. ..
J ó h a n n : Hvernig lítur hún út?
Birtingur 39