Birtingur - 01.01.1961, Side 44

Birtingur - 01.01.1961, Side 44
hæð fyrir ofan, tengdasyni konsúlsins sem var jarð- settur í dag . .. K a r 1 i n n : Manninum sem ætlar að skilja við konuna til að geta gifzt dóttur húsvarðarins . . . Manninum sem var einu sinni — friðill þinn! M ú m i a n : Og svo er von á gömlu unnustunni þinni, sem maðurinn minn dró á tálar . .. K a r 1 i n n : Dálaglegur söfnuður . .. M ú m í a n : Guð gæfi að við fengjum að deyja! Að við aðeins fengjum að deyja! K a r 1 i n n : Hvers vegna skiljið þið ekki að skipt- um? M ú m í a n : Afbrot, leyndarmál og sektarvitund tengja okkur saman! — Við höfum margsinnis skilið og farið hvert sína leið, en alltaf safnazt snman aftur eins og svarf um segul . . . K a r 1 i n n : Ég held ofurstinn sé að koma . . . M ú m í a n : Þá fer ég inn til Aðelu! ... Þ ö g n . Jakob, hugsaðu um hvað þú gerir. Hlífðu hon- um . .. Þögn. Hún fer. C'furstinn inn, kuldalegur, varfærinn: Gjörið svo vel og fáið yður sæti! K a r 1 i n n sezt með semingi. Þ ö g n . Ofurstinn horfir fast á Karlinn: Það eruð þér, sem skrifuðuð þetta bréf? K a r 1 i n n : Já. Ofurstinn: Þér heitið Hummel? i K a r li n n : Já. Þ ö g n . Ofurstinn: Fyrst þér hafið keypt öll skulda- bréf, sem ég hef gefið út, er allt mitt ráð í yðar hendi. Hvað viljið þér nú? K a r 1 i n n : Ég vil fá greiðslu af einhverju tæi? Ofurstinn: Með hverju get ég greitt? K a r 1 i n n : Ofur einfalt — minnumst ekki á pen- ioga — Leyfið mér aðeins að dveljast á heimili yöar — sem gestur! Ofurstinn: Ef þér gerið yður svo lítið að góðu ... K a r 1 i n n : Takk fyrir! Ofurstinn: Og fleira? K a r 1 i n n : Rekið Bengt úr þjónustu yðar! Ofurstinn : Hvers vegna ætti ég að gera það? Hann hefur verið þjónn minn í heilan mannsaldur og fengið ættjarðarorðu fyrir dygga þjónustu — hvers vegna skyldi ég reka hann? K a r 1 i n n : Þér eignið honum mannkosti, sem hann á ekki til. — Hann er ekki allur þar sem hann er séður! Ofurstinn: Hver ætli sé það? K a r 1 i n n : Satt segið þér! En Bengt verður að fara! Ofurstinn: Ætlið þér að taka yður húsbónda- vald hérna á heimilinu? K a r 1 i n n : Já! Ég á allt sem hér er — húsgögn, giuggatjöld, borðbúnað . . . og fleira! Ofurstinn: Hvað eigið þér við með — f 1 e i r a ? K a r 1 i n n : Allt! Allt sem hér er! Ofurstinn: Látum svo vera! En aðalsmerki mitt og nafn verða þó eign mín og einskls ann- ars! K a r 1 i n n : Nei, ekki einu sinni það! Þ ö g n . Þér eruð ekki aðalsmaður! Ofurstinn: Þér ættuð að skammast yðar. K a r 1 i n n dregur upp skjal: Lesið þennan út- drátt úr skjaldarmerkjaskránni, og þér munuð sjá að ættin, sem þér teljið yður af kominn, er útdauð fyrir hundrað árum! Ofurstinn: Raunar hef ég heyrt ávæning af því, en ég ber ættarnafn föður míns ... L e s . Það er rétt; þér segið satt ... ég er ekki aðals- maður! — Ekki einu sinni það! Þá tek ég ofan signethringinn. — Einnig hann er yðar eign . . . Gjörið svo vél! K a r 1 i n n stingur á sig hringnum: Svo höldum við áfram! — Þér eruð ekki heldur ofursti! Ofurstinn: Er ég ekki ofursti? K a r 1 i n n : Nei! Þér eruð fyrrverandi ofursti í amerískri sjálfboðaliðsdeild, en eftir stríðið á Kúbu og endurskipulagningu hersins voru allir gamlir titlar numdir úr gildi . .. Ofurstinn: Er þetta satt? Ka r 1 i n n stingur hendi í vasann: Þér getið fengið að lesa það eigin augum. Ofurstinn: Nei, það er óbarfi! . .. Hver eruð þér og hvaðan kemur yður réttur til að klæða mig úr hverri spjörinni af annarri? K a r 1 i n n : Það kemur í ljós á sínum tíma! En 42 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.