Birtingur - 01.01.1961, Síða 44

Birtingur - 01.01.1961, Síða 44
hæð fyrir ofan, tengdasyni konsúlsins sem var jarð- settur í dag . .. K a r 1 i n n : Manninum sem ætlar að skilja við konuna til að geta gifzt dóttur húsvarðarins . . . Manninum sem var einu sinni — friðill þinn! M ú m i a n : Og svo er von á gömlu unnustunni þinni, sem maðurinn minn dró á tálar . .. K a r 1 i n n : Dálaglegur söfnuður . .. M ú m í a n : Guð gæfi að við fengjum að deyja! Að við aðeins fengjum að deyja! K a r 1 i n n : Hvers vegna skiljið þið ekki að skipt- um? M ú m í a n : Afbrot, leyndarmál og sektarvitund tengja okkur saman! — Við höfum margsinnis skilið og farið hvert sína leið, en alltaf safnazt snman aftur eins og svarf um segul . . . K a r 1 i n n : Ég held ofurstinn sé að koma . . . M ú m í a n : Þá fer ég inn til Aðelu! ... Þ ö g n . Jakob, hugsaðu um hvað þú gerir. Hlífðu hon- um . .. Þögn. Hún fer. C'furstinn inn, kuldalegur, varfærinn: Gjörið svo vel og fáið yður sæti! K a r 1 i n n sezt með semingi. Þ ö g n . Ofurstinn horfir fast á Karlinn: Það eruð þér, sem skrifuðuð þetta bréf? K a r 1 i n n : Já. Ofurstinn: Þér heitið Hummel? i K a r li n n : Já. Þ ö g n . Ofurstinn: Fyrst þér hafið keypt öll skulda- bréf, sem ég hef gefið út, er allt mitt ráð í yðar hendi. Hvað viljið þér nú? K a r 1 i n n : Ég vil fá greiðslu af einhverju tæi? Ofurstinn: Með hverju get ég greitt? K a r 1 i n n : Ofur einfalt — minnumst ekki á pen- ioga — Leyfið mér aðeins að dveljast á heimili yöar — sem gestur! Ofurstinn: Ef þér gerið yður svo lítið að góðu ... K a r 1 i n n : Takk fyrir! Ofurstinn: Og fleira? K a r 1 i n n : Rekið Bengt úr þjónustu yðar! Ofurstinn : Hvers vegna ætti ég að gera það? Hann hefur verið þjónn minn í heilan mannsaldur og fengið ættjarðarorðu fyrir dygga þjónustu — hvers vegna skyldi ég reka hann? K a r 1 i n n : Þér eignið honum mannkosti, sem hann á ekki til. — Hann er ekki allur þar sem hann er séður! Ofurstinn: Hver ætli sé það? K a r 1 i n n : Satt segið þér! En Bengt verður að fara! Ofurstinn: Ætlið þér að taka yður húsbónda- vald hérna á heimilinu? K a r 1 i n n : Já! Ég á allt sem hér er — húsgögn, giuggatjöld, borðbúnað . . . og fleira! Ofurstinn: Hvað eigið þér við með — f 1 e i r a ? K a r 1 i n n : Allt! Allt sem hér er! Ofurstinn: Látum svo vera! En aðalsmerki mitt og nafn verða þó eign mín og einskls ann- ars! K a r 1 i n n : Nei, ekki einu sinni það! Þ ö g n . Þér eruð ekki aðalsmaður! Ofurstinn: Þér ættuð að skammast yðar. K a r 1 i n n dregur upp skjal: Lesið þennan út- drátt úr skjaldarmerkjaskránni, og þér munuð sjá að ættin, sem þér teljið yður af kominn, er útdauð fyrir hundrað árum! Ofurstinn: Raunar hef ég heyrt ávæning af því, en ég ber ættarnafn föður míns ... L e s . Það er rétt; þér segið satt ... ég er ekki aðals- maður! — Ekki einu sinni það! Þá tek ég ofan signethringinn. — Einnig hann er yðar eign . . . Gjörið svo vél! K a r 1 i n n stingur á sig hringnum: Svo höldum við áfram! — Þér eruð ekki heldur ofursti! Ofurstinn: Er ég ekki ofursti? K a r 1 i n n : Nei! Þér eruð fyrrverandi ofursti í amerískri sjálfboðaliðsdeild, en eftir stríðið á Kúbu og endurskipulagningu hersins voru allir gamlir titlar numdir úr gildi . .. Ofurstinn: Er þetta satt? Ka r 1 i n n stingur hendi í vasann: Þér getið fengið að lesa það eigin augum. Ofurstinn: Nei, það er óbarfi! . .. Hver eruð þér og hvaðan kemur yður réttur til að klæða mig úr hverri spjörinni af annarri? K a r 1 i n n : Það kemur í ljós á sínum tíma! En 42 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.