Birtingur - 01.01.1961, Side 49
Stúdentinn: Hvers vegna er hún ekki rekin?
Ungfrúin: Hún fer ekki! Við ráðum ekki yfir
henni, við höfum fengið þessa sendingu í synda-
gjald . . . Sjáið þér ekki að við hríðleggjum af,
tærumst upp . .
Stúdentinn: Fáið þið engan mat?
Ungfrúin: Jú, við fáum margs konar rétti, en
allir eru þeir næringarlausir . . . Hún sýður kjarn-
ann úr kjötinu, gefur okkur tægjurnar, en drekkur
kraftseyðið sjálf; þegar það er steik, étur hún
sósuna með allri fitunni; hún pressar safann úr
öllu sem hún snertir, það er eins og hún sjúgi
rneð augunum; við fáum korginn, þegar hún er
búin að drekka kaffið; hún drekkur úr vínflösk-
unum og fyllir þær vatni .. .
Stúdentinn: Rekið hana!
Ungfrúin : Við getum það ekki.
Stúdentinn: Hvers vegna?
Ungfrúin: Við vitum það ekki! Hún fer
ekki! Við ráðum ekki við hana — hún er búin
að draga úr okkur allan mátt!
Stúddntinn: Má ég vísa henni á dyr?
U n g f r ú i n : Nei, þetta er víst eins og það
á að vera! — Þarna kemur hún! Hún spyr mig
um hvað matreiða skuli, og ég svara einhverju til;
hún kemur með mótbárur og fer svo sínu fram.
Stúdentinn: Láttu hana þá sjálfa ákveða,
hvað hún matbýr!
U n g f r ú i n : Hún vill það ekki.
Stúdentinn: Þetta er undarlegt hús. Það
er í álögum!
U n g f r ú i n : Já! — En nú sneri hún við,
þegar hún kom auga á yður!
Eldabuskan i dyrunum: Nei, það var ekki
þess vegna!
Flissar svo að sést í tennurnar.
Stúdentinn : Farðu út, manneskja!
Eldabuskan: Þegar mér þóknast! Þ ö g n .
Nú þóknast mér að fara!
F e r .
U n g f r ú i n : Ekki of uppnæmur! — Temjið
yður þolinmæði; hún er einn þeirra krossa sem
lagðir eru á okkur hér á heimilinu! En við höf-
um líka stofustúlku! Og við þurfum að taka til
eítir hana!
Stúdenti1 nn: Nú fellur mér allur ketill í
eld! Cor in æthere! Söng!
Ungfrúin: Bíðið!
Stúdentinn: Söng!
Ungfrúin: Þolinmæði! — Þetta er kallað
reynsluherbergið — það er fagurt á að sjá, en
samt er hér öllu ábóta vant ..
Stúdentinn: Furðulegt; en það verður mað-
ur að þola! Víst er það fallegt, en dálítið kalt.
Hvers vegna kyndið þið ekki?
U n g f r ú i n : Þá fyllist allt af reyk.
Stúdentinn: Er ekki hægt að hreinsa skor-
steininn?
U n g f r ú i n : Það kemur ekki að neinum not-
um! .,. . Sjáið þér skrifborðið þarna?
Stúdentinn: Frámunalega fallegt!
Ungfrúin: En einn fóturinn er of stuttur;
ég legg korkplötu undir hann á liverjum degi,
cn stofustúlkan tekur hana alltaf undan þegar
hún sópar, svo ég verð að láta nýja jafnóðum.
Pennastöngin er ötuð bleki á hverjum morgni,
svo ég þarf ævinlega að byrja á því að þurrka
af henni, þegar ég kem á fætur. Þ ö g n . Hvað
fmnst yður leiðinlegast af öllu?
Stúdentinn: Að brjóta saman þvott! Úff!
U n g f r ú i n : Það er mitt starf! Úff!
Stúdentinn: Og fleira?
Ungfrúin: Að fara fram úr á næturnar og
krækja gluggunum, þegar stofustúlkan hefur
gieymt því.
Stúdentinn: Og fleira?
U n g f r ú i n : Príla upp á tröppu til að laga
snúruna í skorsteinsspjaldinu, þegar stofustúlkan
hefur kippt henni úr.
Stúdentinn: Og fleira?
Ungfrúin: Sópa eftir hana, þurrka af eftir
liana, kveikja upp í ofninum — hún setur aðeins
í hann viðinn! Þurrka glösin, leggja á borð af
n ý j u , opna vínflöskurnar, opna gluggana til
að fá inn hreint loft, búa um rúmið mitt af
n ý j u , hreinsa vatnsflöskuna þegar hún er
orðin græn af slýi, kaupa eldspýtur og sápu,
Birtingur 47