Birtingur - 01.01.1961, Page 50

Birtingur - 01.01.1961, Page 50
sem alltaf vantar, fægja lampaglös og klippa af kveikjum, svo að lamparnir ósi ekki, og til þess að eiga ekki á hættu að slokkni á þeim, þegar gestir koma, verð ég að láta olíu á þá sjálf . . . Stúdentinn : Söng! Ungfrúin: Bíðið! — Erfiðleikana fyrst — erfiðleikana við að halda óhreinindum lífsins frá sér. Stúdentinn: En bið eruð þó auðug og hafið tvo þjóna! U n g f r ú i n : Það stoðar ekki! Þó þeir væru þrír! Það er erfitt að lifa, og stundum er ég þieytt . . . Hugsið yður, að komið væri barna- lierbergi líka! Stúdentinn: Æðsta gleði lífsins . . . Ungfrúin: Og dýrasta ... Er lífið þess virði að leggja svona mikið á sig . . .? Stúdentinn: Það fer eftir því hvers maður væntir sér að launum . . . Ég mundi einskis láta ófreistað til að vinna hönd yðar. CJ n g f r ú i n : Talið ekki þannig! — Það getur aldrei orðið! Stúdentinn: Hvers vegna? U n g f r ú i n : Þér megið ekki spvrja um það. Þ ö g n . Stúdentinn: Þér misstuð armbandið út um gluggann . . . Ungfrúin: Vegna þess að höndin er orðin svo visin . . . Þ ö g n . Eldabuskan sést með japanska flösku í hendi. Ungfrúin: Þarna er sníkjudýrið sem étur mig og okkur öll. Stúdentinn: Hvað er hún með í hendinni? Ungfrúin: Það er litarflaskan með hrafna- sparkinu! Þetta er matarlitur, sem breytir vatni í kraftsúpu, kemur í stað sósu og getur töfrað fram kálseyði og skjaldbökusúpu. Stúdentinn: Út! Eldabuskan: Þið sjúgið úr okkur merg- inn og við úr ykkur; við tökum blóðið og skil- urn ykkur vatninu — með litnum. Þetta er litur! — Nú fer ég, en ég verð kyrr hér á heimilinu eins lengi og ég kæri mig um! F e r . Stúdentinn: Hvers vegna ber Bengt orðu? Ungfrúin: Vegna sinna miklu mannkosta. Stúdentinn: Hefur hann enga galla? U n g f r ú i n : Jú, bæði marga og mikla, en fyrir lestina fá menn engar orður. Þau brosa. Stúdentínn: Þið eigið mörg leyndarmál hérna á heimilinu .. . . U n g f r ú i n : Eins og allir aðrir . . . bezt að hver þegi yfir sínum! Þ ö g n . Stúdentinn: Er yður vel við bersögli? Ungfrúin: Já, í hófi! Stúdentinn: Stundum fæ ég ofsalega löng- un til að segja allt sem ég hugsa; en ég veit að heimurinn færist, ef allir væru fullkomlega hrein- skilnir. Þögn,. Ég var við jarðarför fyrir nokkr- um dögum . . . í kirkjunni var allt mjög hátíð- legt og fallegt! Ungfrúin: Var það útför Hummels forstjóra? Stúdentinn Já, hins þokkalega velgerðar- manns míns! — Við höfðagafl kistunnar stóð roskinn vinur hins látna, og hann flutti kveðju- orð; presturinn hafði djúp áhrif á mig með virðu- legri framkomu sinni og fagurri ræðu — Ég grét, við grétum öli,. — Að greftrun lokinni fórum við í veitingahús . . . Þar var mér sagt að ræðu- maðurinn hefði elskað son hins framliðna . . . Ungfrúin einblínir á hann eins og til að reyna að átta sig á orðum hans. Stúdentinn: Og að hinn látni hefði fengið peninga að láni hjá aðdáanda sonar síns . . . Þ ö g n . Daginn eftir var presturinn tekinn fast- ur fyrir að hafa stolið fé kirkjunnar! — Það er þokkalegt atarna! U ng f r ú i n : Úff! Þ ö g n . 48 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.