Birtingur - 01.01.1961, Side 54

Birtingur - 01.01.1961, Side 54
kampavín af mikilli rausn. Tóku menn þá saman tal og báru saman bækur sínar um reimleika fyrr og nú. Konan lá allan tímann kyrr í glerskápnum. Var hún kannski unnusta Mormónabiskupsins sem varð eftir í eyðimörkinni meðan hjólböru- prósessían sótti fram milli kaktusanna til fyrirheitna landsins? Hún sneri sér til veggjar. En veizlugestir spegluðust í glerinu, og mannlaus ræðupontan. Rithöfundasjóður útvarpsins er stofnað- ur af þeim rithöfundalaunum sem Ríkis- útvarpið átti vangoldin rithöfundum landsins. Ríkisútvarpið hefur gert mikið til að efla bókmenntir í landinu með því að veita verðlaunaþega kr. 17.000,00 — sautján þúsund krónur —. Mun það duga fyrir fargjaldinu hálfa leiðina til Ind- lands og aðra leiðina til Teheran. Aldrei verða allir á eitt sáttir væntanlega um slíka verðlaunaveitingu og er það mjög að vonum eftir atvikum. En það mun þó mála sannast að dómnefndarmenn geta ekki betur gert en gera alþjóð kunnugt um sinn bókmenntasmekk. Hugsjónamjöður. Aftur er öld hugsjónanna runnin upp. ídealistarnir spretta fram í annarlegu sviðsljósi á ólíklegustu stöðum, spýtast út úr myrkrinu einsog falleraðar píur öng- strætanna sem gegna kalli stórtrumbunn- ar þegar hún býður tækifæri til að vitna um hið lostsæla líf í voðalegri synd þegar freistingunum fækkar í framboði. Jafnvel í slenfúsustu klíkum háskólaæskunnar þar sem framandi viðhorf trufla sjaldan hið andlega atburðaleysi, þar spretta nú allt 52 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.