Birtingur - 01.01.1961, Page 55

Birtingur - 01.01.1961, Page 55
í einu fram ungmennin með andköfum að komast í vitnispontu með hugsjón: við heimtum bjór. Hernámsmálið, landhelgismálið, listsýn- ingar, engin þjóðlífsmáiefni hafa rifið eins marga upp á rassinum og þetta, hér er mál málanna: við heimtum bjór. Það má með sanni segja að þetta eitt skorti á, því að öllu öðru leyti eru hér fullkomnustu skilyrði í heimi til þess að verða og staðfesta sig og grunnmúra sem fullkomna idíóta. Að vísu var fullmikið sagt atarna því eitt veigamikið skortir en það er herskylda. Það veikir ofurlítið kröfu okkar til þess að fá bjórinn því hvar er meiri nauðsyn á daunillum bjór- mórónum heldur en þar sem herlúðurinn gellur og kallar menn til að afsala sér gjálfum sér og eyða verðmætum árum í það áð trampa í takt qndir öskrandi for- ystu hipna elskulegu korpórala með uppá- hnýttan skeifugarnarenda fyrir vitsmuna- miðstöð samkvæmt alþjóðahefð? Sá sem hefur séð hina fríðu flokka sem afreka það að halda sér vakandi á vinnu stöðvum í Danmörku þó þeir drekki fjöru- tíu bjóra yfir vinnudaginn, skyldi hon- um ekki detta í hug þetta sem stendur í Atómstöðinni: Það er mikil skepna grað- hesturinn? Annars hafa ölídealistar verið mjög heppnir með andstæðinga því helztu leiðtogar mótspyrnunnar hafa gosið því- likum anda yfir þjóðina að það ætti að duga til þess að koma heilum heimsálf- um hundrað prósent á fyllerí. Mætti ég svo að lokum leggja til að minn ágæti kunningi Pétur Sigurðsson (sem minnir mig á kvæðið Táp og fjör og frískir menn) hætti við bjórinn en beiti sér fyrir því að efla fagurfræðina og listræn viðhorf meðal almennings með því að fá yfirvöldin til þess að láta gjósa göfugum léttum vínum úr gosbrunnum (einkanlega rauðvíni og königsmósel) á tyllidögum. Fengist þá líka kærkomið tækifæri til að fá beztu myndhöggvara landsins til að gera marga fagra gos- brunna víðsvegar um borgina og hinar dreifðu byggðir, til dæmis fyrir framan Bíóhöllina á Akranesi og á Laugardals- vellinum miðjum. Og mætti gera dálitla kampavínssprænu upp úr atgeir Ingólfs Arnarsonar en setja kókakólakrana á Skúlastyttuna. „Slundursamlega dragið bér nú sauðina“ Þegar við lítum á úthlutun listamanna- styrkja, ýmsar styrkveitingar og verð- launaveitingar undir yfirskini listaogbók- mennta, þá hvarflar að manni að það þurfi ekki að láta einsog sumir láta til þess að koma upp stærri og fleiri kirkjum í land- inu á þeim forsendum að skortur sé á kristilegu hugarþeli. Það mætti kannski vera meira hjá ýmsum kirkjulegum hjálp- arfélögum en í listmálunum er enginn skortur á því. Hinir opinberu úthlutunar- menn hafa tamið sér þá hlýju í viðskipt- um við listamenn að skipta þeim í tvo hópa og teikna strik á milli, síðan veita þeir fasreifir fénu ósparlega í þann hóp- inn þangað sem þeir hafa safnað þeim mönnum sem eru illa fyrirkallaðir á sinni hillu í lífinu og geta ekki kompónerað né málað né ort. Þeim veitir ekki af sára- bótum, til þess að setja þá ekki í vand- ' Birtingur 53

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.