Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 59

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 59
leyfi ég mér að svara eins og tíðkaðist meðan háttvísin lifði enn í þessu landi og segi bara: æ fyrirgefðu góði. Svo kvað Tómas Núna skrifa ekki aðrir skemmtilegri viðtöl í íslenzk dagblöð en Matthías Jóhannessen. Þegar honum tekst upp vipp- ar hann samtölunum langt upp fyrir plan dægurflugunnar og útvegar okkur kom- paní til frambúðar. Þótt ólíkar séu eru samtalsbækur hans við Þórberg og Tómas skemmtileg og gagnleg fylgirit við bók- menntir þessara manna. Lesandinn fær að koma í franska vísitt í stofuna til tveggja þjóðskálda nokkrum sinnum og hlusta á þá tala eftir tilfellum stundarinnar, reyna að hanka þá á einhverju og ímynda sér að mennirnir hafi ekki búið sig rækilega undir samtalið. Af hverju tala um það núna? Það er svo langt síðan átti að rabba ofurlítið í Birt- ingi um þessa bók sem nú skal nefnd en ræðan geymd: Svo kvað Tómas, samtöl Matthíasar Jóhannessen við Tómas Guðmundsson. Þetta er ekkert æsileg bók, hún heldur þér ekki föstum ef þú ert sjálfur á mikilli ferð, en þegar þú gefur þér tíma til að stjaldra við rámar þig kannski í eitt og annað. Notalegt rabb sem leynir á sér, þú heyrir mann tala sem reynir ekki mikið á sig til að vera spá- maður hvort sem hann hefur langað til þess eða ekki. Hinsvegar er ég hræddur um að einlæg virðing Matthíasar fyrir skáldinu Tómasi hafi dregið úr honum að bera upp nærgöngular spurningar sem hefði getað sýnt okkur Tómas ennþá bet- ur. Mér þykir gæta helzttil mjög áreynzlu- leysis mannfagnaðarsjarmörsins sem hef- ur kannski átt fullauðvelt að töfra sinn félagsskap með svifléttu andríki. En við skulum ekki fara að heimta vitnisburð elddansarans af Tómasi heldur heilsa upp á hann eins og hann er. Nashyrningar og nazismi Mér er ekki kunnugt að íslendingar eigi sérþjálfaðar lögreglusveitir af því tagi sem Danir nefna sædelighedspoliti. En við eigum hina snaggaralegustu sjálfboðaliða sem eru fljótir á vettvang ef einhver er grunaður um dónaskap. Á því sviði hefur Björn Franzson skotizt úr austri en Kristján Albertsson úr vestri og snúa bök- um saman á skautasvelli siðferðisins í Reykjavík. Stjórnmálabarátta þeirra er á líkan hátt hafin yfir allar staðreyndir. Hvor situr í sinni körfunni á parísarhjóli sem snýst og snýst í tívólígarði og fjalla um lífs- hræringarnar fyrir neðan. Þegar allt ætl- ar í bendu á gúmmíbílaplaninu bendir ann- ar í austur og hinn í vestur og reyna að leiðbeina hinum fjarlægu sendiboðum lífs- ins þarna niðri. Nýlega gaf Kristján Albertsson sér tíma til að siða höfund þessara lína ofurlítið vegna greinar sem birtist í leikskrá Þjóð- leikhússins um Eugene Ionesco þegar Nas- liyrningurinn var sýndur. 'Ásakar hann mig fyrir það að hafa ekki skrökvað því upp að Ionesco eigi alls ekki við nazisma held- ur kommúnisma í því verki. Ég vona að ég valdi ekki Ionesco óþægindum af reiði Kr. A. með því að upplýsa að ég hef ekki lakari heimildarmann en Ionesco sjálfan fyrir því sem ég hélt fram. Ionesco segir Birtingur 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.