Birtingur - 01.01.1961, Page 60
í blaðinu Arts fyrir vikuna frá 25.—31.
janúar 1961: „Je dois dire que le propos
de la piéce a bien été de décrire le pro-
cessus de la nazification d’un pays ainsi
que le désarroi de celui qui naturellement
allergi á la contagion, assiste á la méta-
morphose mentale de sa collectivité“. Má
ég spyrja Kristján hvort þetta myndi
ekki þýða að Ionesco segi að fyrir sér
hafi vakað í leikritinu að lýsa því hvernig
land verði nazistískt og einnig örvæntingu
þess manns sem er af náttúru sinni ósmit-
næmur en er vitni að andlegri umturnun
síns umhverfis?
Svo getur Kristján bara snúið sér til
Ionesco og spurt hann hvað það eigi að
þýða að vera að vara fólk við fasisma og
nazisma í heiminum í dag,
Stofuhiti
En hví í ósköpunum ofhita Reykvíkingar
hús sín einsog þeir gera? Eru allir að
reyna að rækta melónur í stofum sínum
á laun? Kannski hefur einhver fundið
egg frá útdauðri fuglategund og er að
reyna að klekja því út við stofuhita.
Ilvaða hús er það? Það gæti verið anzi
víða. Stofuhitinn er misnotaður einsog
brennivínið. Það er einsog fólk þurfi að
sannfæra sig einlægt um að það sé ekki
að dreyma: það sé í raun og veru búið
að öðlast þessi dásamlegu lífsþægindi.
Friðhelgi ferðalangsins
Skyldi það standa í umferðalögunum að
bílstjórar í áætlunarferðum á langleiðum
eigi heímtingu á þeim skammti af út-
varpshávaða sem þeir telji sig þurfa
sjálfir til að standast þrekraun starfsins
og fá afþreyingu? Og það séu farþegar
skyldugir að þola möglunarlaust. Einsog
ástandið er nú væri æskilegt að sérleyfis-
höfum væri gert að hafa sjúkraskýli á
helztu viðkomustöðum til að veita þeim
aðhlynningu sem ekki hafa sérþálfun í að
þola slíkan hávaða sem útvarpið leggur
til klukkustund eftir klukkustund.
Ég veit til þess að áætlunarbifreiðar sem
fóru milli Akureyrar og Reykjavíkur í fyrra-
sumar voru búnar öflugum hátölurum sem
var raðað eftir endilöngu vagnloftinu með
stuttu millibili og úr öllum þessum há-
tölurum glumdi þindarlaust þessi ótrúlega
andstyggð af skrílslegu glamri sem ríkis-
útvarpið okkar er svo fundvíst á undir
því yfirskyni að verið sé að stytta þjóð-
inni stundir en virðist frekar miða í þá
átt að stytta þjóðinni aldur. Sem betur
fer hafði ég ekki gert mér grein fyrir
því hve öflug starfsemi útvarpsins í þá
átt er fyrr en ég var farþegi Norður-
leiðafélagsins milli Reykjavíkur og Akur
eyrar en því miður átti ég ekki annars
úrkosta en sæta þessum afarkostum sömu
leið til baka. Með þessum öflugu tækjum
er allt landslag þurrkað út, sögustaðir
líka, samræður, allur félagsskapur sem
annars kynni að áskotnast er útilokaður,
einveran upprætt fyrir þeim sem hennar
óska. Allur söfnuðurinn má hafa það að
vera laminn þessum ægilega terróríser-
andi gný óskalaganna og byltast í skark-
alanum frá sjúkraþætti til sjómannaþátt-
ar eða sæta þeim refsiaðgerðum sem á
dynja undir fyrirsögninni: Þátturinn við
vinnuna, — sem er miðaður við ólgandi
athafnalíf í stórum verksmiðjum en á
reisu okkar var ekki sú hjálparstarfsemi
58 Birtingur