Birtingur - 01.01.1961, Side 62

Birtingur - 01.01.1961, Side 62
Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Gunn- arsson hafa á þeim árum fengið saman- lagt jafnháa upphæð greidda árlega einsog þessi mikli leiðtogi, eða þrjátíu og þrjú þúsund tvö hundruð og tuttugu krónur hvor. Það þarf þrjá Svavara Guðna- syni plús þrisvar sinnum Þorvald Skúla- son í listamannalaunum til þess að jafngilda Jóni Dúasyni samkvæmt mat- inu í fjárlögum ríkisins. Kannski þetta sé hugsað sem einskonar embættislaun til Jóns Dúasonar sem forystumanns grænlenzkrar útlagastjórnar í nafni þeirr- ar Islendingabyggðar sem hvarf fyrir mörg hundruð árum og styrkur til þess að koma á fót íslenzkri nýlendukúgun á eskimóum að Danaveldi yfirbuguðu og brottstökktu úr Grænlandi. Ríkið styrkir og styrkir. 1958 til 1961 stendur í fjárlögum árlega: til kaupa á málverkum úr íslenzkri sögu samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðs krónur þrjátíu þúsund??? I fjárlögum 1961 fær Listasafn Einars Jónssonar 236 þúsund krónur. Listasafn Ásmundar Sveinssonar kr. 0,00. Og svo er vert að geta þess að ríkið kostar stórfé til þess að senda Kristmann Guð- mundsson endalaust í skóla landsins til þess að forða börnum og unglingum frá því að verða bókmenntaáhuga að bráð. Fjárhagslegur stuðningur við sinfóníu- hljómsveit Islands hefur verið ein af örfáum undantekningum um heillavæn- legar fjárveitingar ríkisins í menningar- málum. Sinfóníuhljómsveit er enginn lúxus. Hún er grundvöllur fyrir músíklíf lands- ins. I tölu þeirra ungu efnilegu manna sem á undanförnum árum hafa með yfir- skilvitlegum hætti hlotið metorð og frama í stjórnmálalífinu eru til þeir sem ekki hafa orðið uppvísir að því að berjast fyrir neinni annarri hugsjón en lækka menningarstig íslendinga á músíksviðinu (einsog þörfin var nú brýn fyrir svo- leiðis baráttu). Árni Kristjánsson píanóleikari sem nú er tónlistarstjóri útvarpsins er einn af mætustu listamönnum þjóðarinnar í mús- íkinni og væri vonandi að áhrif hans og manna einsog Björns Ólafssonar sem hef- ur alla tíð borið hita og þunga starfsins í hljómsveitinni sjálfri, verið forsprakki og hinn sídrífandi stríðsmaður starfsins sem allt byggist á, — að þessir menn og aðrir þjónar ljóssins og listarinnar og tónanna megi sigrast á hinum tóndumbu áróðursmönnum smásálarskaparins í lág- kúrunni sem gera fjóshauginn að hásæti sínu og þykir allt óþarft sem ekki miðast við viðhorfin sem ilmurinn þar vekur. Manifestie des 121 Efnilegasta fólkið meðal franskra rithöf- unda og leikhúsmanna og kvikmyndahöf- unda er hatramlega bannfært af stjórn- arvöldum í Frakklandi vegna hins fræga ávarps sem þetta fólk gaf út um afstöðu sína í réttindamáli samvizkunnar and- spænis morðskyldu þjóðfélagsþegnsins þegar stjórnarvöldin blása í herlúðurinn. Næstum allir þeir rithöfundar sem hafa vakið athygli á undanförnum árum með tilraunum sínum til að rjúfa staðnaða hefð í bókmenntum Frakka með nýsköp- un, nýjum aðferðum, nýrri tækni, nýjum viðhorfum — þeir standa á þessu skjali: Robbe-Grillet, Michel Butor, Natalie Sar- 60 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.