Birtingur - 01.01.1961, Page 65
José Antonio Ögæfan mikla 1898
F. Romero Árið 1898 náði frelsisbaráttan í Kúbu
gegn nýlendustjórn Spánverja hámarki
sínu. Snemma það ár sendu Bandaríkja-
menn orrustuskípið „Maine“ til Havana
til að vernda eignir og líf bandarískra
þegna þar. Sprenging varð í skipinu og
266 menn fórust með því. Ekki var vitað
með vissu um orsök slyssins, enda skiptir
það litlu máli. Kröfur McKinleys, forseta
Bandaríkjanna, jafngiltu því að Spán-
verjar létu eyna af hendi. Hann lýsti
yfir frelsi Kúbu og Spánverjar sendu
flota sinn, undir stjórn Cervera aðmíráls,
til að berjast fyrir ströndum Kúbu.
Bandaríkjamenn króuðu hann inni í
Santiago-höfn og þegar hann reyndi að
komast út missti hann öll skip sín. Dewey
ílotaforingi eyddi öðrum spönskum flota
við Filippseyjar, og Manila var hertekin
hinn 12. ágúst sama ár. Spánverjar urðu
að hverfa frá Kúbu og afhenda eyna
ásamt Puerto Rico sem skaðabætur. Jafn-
vel þó að Manila hafi ekki fallið fyrr en
eftir að samið hafði verið um frið, voru
óskir Spánverja að engu hafðar og urðu
þeir einnig að yfirgefa Filippseyjar.
Fengu þeir aðeins 20 millj. dala í skaða-
bætur. Zulu- og Karólínueyjarnar höfðu
þegar verið seldar Þjóðverjum þetta sama
ár. Hið mikla sjóveldi Spánverja var því
liðið undir lok.
Frá stjórnmálalegu sjónarmiði var þetta
aðeins iokaáfallið, það hafði vofað yfir
um skeið og hlaut að koma að því fyrr
eða síðar. Á tímabilinu 1868—73 höfðu
lýðræðisöflin beðið ósigur og hið póli-
tíska frelsi var afnumið, og voru það
glöp undanfarinnar kynslóðar; hrun
Gullöldin
nýja
Yfirlit um spanska
ljóðagerð
20. aldar
Fyrri grein
Birtingur 63