Birtingur - 01.01.1961, Page 66

Birtingur - 01.01.1961, Page 66
spánska heimsveldisins leiddi beinlínis af þessum orsökum. Þessi „ógæfa“ var aftur á móti það afl, sem hratt af stað einu djarfasta og áhrifamesta skeiði í sögu spánskrar menningar, myllan þar sem Riddarinn braut lenzu sína og við höggið vaknaði hann um leið upp af dagdraumum sín- um. Ósigurinn mikli reyndist vera sá skurðhnífur sem hleypti greftri úr gam- alli meinsemd. Hann opnaði augu beztu manna fyrir raunveruleikanum, hvatti þá alla til athafna, til þess að endurheimta Spán, reisa landið úr rústum draumanna og byggja Spán nútímans. Og þessir menn gáfu sig óskiptir að verkinu. Þeir komu úr öllum áttum, úr öllum landshornum, úr öllum stéttum, þeir voru æði sundurleitur hópur innbyrðis, og þó áttu þeir allir í sameiningu þessa einu hugsjón: algera stefnubreytingu. En þeir voru ekki sammála um neitt annað. Engin eining, engin stefna, þetta voru allt stórbrotnir menn, máttugir hver í sínu lagi, frjálsir einstaklingar, konung- bornir menn andans. Þessi einstaklingshyggja er, og hefur alltaf verið, höfuðmein spánskrar menn- ingar. Það er kanski erfitt fyrir útlend- inga að glöggva sig á þessum regingalla Spánverja og afleiðingum hans. Margt mætti tína til, ef rúmið leyfði, en hér er ég neyddur til að stikla á stóru. Fyrst og fremst verður að varast alla hleypi- dóma og jafnframt að forðast of einfald- ar og víðtækar yfirlýsingar: alhæfingar. Aðeins þannig er hægt að komast að kjarna málsins. Mig langar aðeins að nefna eitt atriði hér sem dæmi:

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.