Birtingur - 01.01.1961, Side 70

Birtingur - 01.01.1961, Side 70
Um líf og von), þar sem hann lýsir stefnu sinni með þessum orðum: . Y muy siglo dieciocho y muy antiguo y muy moderno, audaz, cosmopolita, con Hugo fuerte y con Verlaine ambiguo, y una sed de ilusiones infinitas ...“. (Ég er mikill átjándu aldar maður og forn í skapi, og nútímamaður mikill, djarfur, heimsborgari, sterkur eins og Hugo og tvíbentur eins og Verlaine, og haldinn óseðjandi þorsta í draumsins tál ...). Og enn er hann á ferð: Río de Janeiro, Honduras, og svo aftur Spánn og Frakk- land, og enn til Mexiko. Hann lifði í eilífu svalli, neytti eiturlyfja og áfengis, bjó ávallt í París öðru hvoru. Svo fékk hann slag, varð hræddur við dauðann, hvíldi sig í Mallorca, náði sér, skrifaði stutta sjálfsævisögu („El oro de Ma- lorca“ Gullið frá Mallorca) og hvarf svo aftur út í „stóra lífið“: Barcelona, New York. Hér veiktist hann aftur, árið 1915, fór síðan til Guatemala, og að lokum til Nicaragua til að deyja 1916. „Azul“, „Prosas Profanas“ og „Cantos de Vida y Esperanza“ eru beztu bækurnar hans, þar verður þroskaferill hans rak- inn — æska, manndómurinn, fullþroski. Slíkur var faðir modernismans, maðurinn sem gat gert spánskt allt það bezta sem hann fann í erlendum bókmenntum með sinni einstæðu túlkun. Margir voru þeir sem fetuðu í fótspor meistarans, en hér verða aðeins nefndir hinir allra helztu þeirra: Valle-Inclán, Villaespesa, Manuel Machado, Eduardo Marquina og Pérez de Ayala. MIGUEL DE UNAMUNO (1864— 1936) fæddist í Bilbao, var prófessor í grízku og rektor við háskólann í Sala- manca, blaðamaður, ræðusnillingur, út- lagi oftar en einu sinni vegna pólitískra skoðana sinna. Unamuno er áreiðanlega mesti hugsuður Spánverja á vorum dög- um. Bækur hans „E1 Sentimiento Trá- gico de la Vida“ (Harmkennd lífsins), „Vida de Don Quijote y Sancho“ (Líf D. Q. og S.) og „Ensayos“ hafa allir Spán- verjar lesið, sem hafa fylgzt með fæð- ingarhríðum hins nýja Spánar, og marg- ar bækur mætti skrifa um þennan Kirke- gaard Spánverja, þennan Don Quijote frá Salamanca sem lærði dönsku á gamals- aldri til að skrifa beztu bók sína, en hér verður hans getið aðeins sem ljóðskálds, því að ljóðskáld var hann einnig „af guðsnáð eins og Lorca og Hernández“. Ljóðabækur hans eru „Teresa“ (1924), „De Fuerteventura a París“ (Frá F. til P.) (1925), „Romancero del destierro“ (Útlagaljóð) (Buenos Aires, 1937), auk „Poesías" (1907), „Rosario de sonetos líricos" (Sonnettukver) (1911) og „E1 Cristo de Velázquez“ (Kristmynd V.). Tilfinningaólga, kraftur, undirvitundin, en ekki formið, eru sterkustu hliðar hans, og hann skilar ótrúlega mögnuðum skáld- skap þegar þess er gætt hve lítið vald á formi honum var gefið. Hreinskilni hans er sterkari en list hans, áhuginn ríkari en verkið sjálft, skáldskapurinn er fyrir hann farvegur, frekar en mark í sjálfum sér, aðalgalli hans er hve skeikull hann er í formi, það liggur við að hann fyrir- líti það, og hann er spekingur „einnar hugsunar í einu“ svo að hjá honum er 68 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.