Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 72
Rubén (á Spáni) og er hátindur nútíma-
ljóðagerðar þar í landi.
Hann fæddist í Moguer (Huelva, Anda-
lucía); árið 1916 kvæntist hann Zenobia
Camprubí, spánskri menntakonu uppal-
inni í Bandaríkjunum, sem þýddi Tagore
á spönsku fyrst manna. Hann ferðaðist
víða um Spán, Frakkland og Bandaríkin,
stofnaði ýmis bókmenntatímarit. Verk
hans bera keim af fæðingarhéraði hans.
Hinum fjölmörgu ritum (yfir 40 verk)
má skipta í tvö tímabil. Fyrra tímabilið
nær yfir árin 1898—1916, en á því skeiði
lætur hinn andalúsíski heimsborgari (el
andaluz universal, eins og hann hefur
verið kallaður) ekki hafgúusöng modern-
ismans tæla sig, heldur leggur hann á
einstígið, meðan allur þorri skálda drakk
í sig hljómmikla bragarhætti, skæra liti,
djarfar líkingar. Hann var þá fyrsti
„villutrúarmaður" modernismans, sá eini
sem þorði að bjóða fram hugsun sína
hreina og ómengaða, myndirnar eðlileg-
ar, málið einfalt.
Frá þessu tímabili eru m. a. ljóðabæk-
urnar „Rimas“ 1902 (Ljóðmæli) ; „Arias
Tristes" 1903 (Söngvar tregans); „Jar-
dines iejanos“ 1904 (Garðar í fjarska) ;
„Elegías“ 1908—9 (Harmljóð) ; „Olvidan-
zas“ 1909 (Gleymskuljóð) ; „Baladas de
Primavera“ 1910 (Vordansar).
Með „Eternidades“ (Eilífðarljóð og „Dia-
rio de un poeta recién casado“ (Dag-
bók hins nýkvænta skálds), báðar frá
1916, hefst nýtt tímabil. Sjálfur lýsir
hann stefnu sinni í „Diario ..." með þess-
um orðum: „Ni más nuevo al ir, ni más
lejos; más hondo: la depuración con-
stante de lo mismo“. (Ég fer hvergi nýj-
ar leiðir né lengra, heldur leita dýpra:
linnulaus fágun hins sama). Og enn frem-
ur segir hann að hann máli „las islas
del instante unas veces con color solo,
otras solo con pensamiento, otras con luz
sola“. (.. . eyjar líðandi stundar stund-
um aðeins með litum, stundum aðeins
með hugsunum, aðrar með ljósinu einu).
Markmið hans er „nakinn skáldskapur-
inn“ (poesía desnuda) og hann leitaðist
við að gera ljóð sín einfaldari, kjarn-
meiri, naktari undir hádegissól.
Helztu bækur þessa tímabils eru „Eter-
nidades“ 1916 (Eilífðarljóð); „Piedra y
cielo“ 1917 (Grjót og himinn); „Belleza"
1917 (Fegurð) ; „Unidad“ 1925 (Eining);
„Sucesión“ 1932 (Áframhald) ; ,,Canción“
1935 (Söngur) ; „Animal de fondo“ 1949
(Dýr í djúpinu).
Með ljóðum sínum varð Juan Ramón
Jiménez óumdeilanlegur meistari meistar-
anna. Það var ekki á færi nema stór-
skálda að nema af honum.
Aðalheimild: Sáinz de Robles: Historia y Anto-
logía de la Poesía Espanola. — Aguilar. Madrid
1955.
70 Birtingur