Birtingur - 01.01.1961, Page 75

Birtingur - 01.01.1961, Page 75
Nicanor Parra: EINTAL EINSTAKLINGSINS Ég er Einstakiingurinn. í fyrstu bjó ég í hamri (Þar risti ég nokkrar myndir) Síðan leitaði ég mér að hentugri stað Ég er Einstaklingurinn. Fyrst var brýnast að afla vista Leita að fiski, fuglum, afla eldiviðar (Um hitt skal ég hugsa seinna) Kveikja eld Við, við, hvar skyldi ég geta fengið ofurlítið af viðí Ofurlítið af eldiviði til að kveikja bál Ég er Einstaklingurinn. Á sama tíma spyr ég sjálfan mig: Ég gekk að hyldýpisbarmi Og rödd svaraði mér Ég er Eínstaklingurinn. Þá var mál að flytja í annan hamar Þar risti ég einnig nokkrar myndir Risti fljót, sauðnaut Risti eiturslöngu Ég er Einstaklingurinn. Æi nei. Ég var leiður á því sem ég var að gera Eldurinn ergði mig Ég þráði að sjá fleira Ég er Einstaklingurinn. Ég fór niður f dal þar sem á flæddi um grundir Þar fann ég það sem mig vantaði Þar fann ég villimannaþorp ættflokk einn Ég er Einstaklingurinn. Sá að þar var gert eitt og annað Þeir ristu myndir á klettana Þeir kveiktu sér eld, einnig þeir kveiktu sér eld Ég er Einstaklingurinn.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.