Birtingur - 01.01.1961, Side 79

Birtingur - 01.01.1961, Side 79
Arnór Hannibalsson Þegar rætt er um vandamál lista í Sovét- ríkjunum og á íslandi, þá er þar margt, sem aðskilur. Hið helzta er það, að hér á landi, sem og annars staðar í hinum „vestræna heimi“ er listframleiðsla í höndum einkaframtaksins, og framleiðslu- vörur listamanna lúta sömu lögmálum um kaup og sölu og aðrar vörur, sem koma á markaðinn. Lögmál framboðs og eftirspurnar er þar ráðandi, og lista- maður, sem ekki getur selt, sem hefur á boðstólum vörur, sem ekki njóta eft- irspurnar — hann er þar með gjald- þrota, rétt eins og hver annar vöru- seljandi, sem situr uppi með óseljanleg- ar vörur. í Sovétríkjunum er þessu á allt annan veg farið. Þar er rekstur alli’- ar menningar- og listastarfsemi þjóð- nýttur, hann er í höndum ríkisins. List- framleiðsla er þáttur í starfsemi ríkis- ins, eins og líka önnur vöruframleiðsla í landinu. En markaðurinn er ekki sá glundroðamarkaður, sem við eigum við að venjast, í landinu er rekinn áætlunar- búskapur, og aðeins þær vörur eru á boðstólum, sem ríkisvaldið ákveður að skuli koma á markaðinn. Listamenn eru starfsmenn ríkisins og þjóna því, eins og allt launafólk. Aðrar afurðir en þær, sem eru þóknanlegar ríkinu, þýðir þeim ekki að bjóða til sölu, því að aðrar vörur kaupir það ekki og kemur ekki á mark- að. Listafurðir hafa þá sérstöðu, að þær full- nægja ekki beinlínis þörfum munns og maga, heldur eiga þær að kenna fólki, öllum almenningi, að virða ríkiSvaldið og handhafa þess, svo að það leggi meira á sig í þeirra þjónustu, en það hefur List og skriffinnsku list í Sovét L Birtingur 77

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.